Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 14:38:32 (9529)

2004-07-21 14:38:32# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[14:38]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta var önnur hliðin. Þetta var einmitt bara önnur hliðin. Þetta var hlið hv. þm. Svo kemur meiri hlutinn með annað álit sem hinn hv. kjósandi þarf að skoða. Þetta er bara ekkert einfalt mál sem ætlast er til að menn svari með já eða nei.

En ég vildi spyrja hv. þm. af því að hann sagði í ræðu sinni að stjórnarandstaðan hefði stuðst við ólík öfl í þjóðfélaginu. Hvaða öfl voru það? Var það þekkt markaðsráðandi fyrirtæki sem notaði fjölmiðlavald sitt í baráttunni?