Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 18:27:13 (140)

2003-10-03 18:27:13# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[18:27]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er auðvitað sjónarmið sem hv. þm. er að nefna. En þessi hegðun, sem hann er að geta sér til að hefði getað átt sér stað, hefði auðvitað farið eftir því hvað hefði staðið í þeirri áætlun sem lögfest hefði verið, svo við tölum nú svona í myndarlegum viðtengingarhætti. Þá hefði það farið eftir því.

Það sem ég sá fyrir mér og við vorum að ræða um var það að við höfðum ákveðið að árin sem um er að ræða mundum við taka þennan og þennan skatt á þessum og þessum degi og lækka hann þetta og þetta mikið. Við gerum það ekki í haust, en okkur tekst kannski að gera það áður en mjög langt um líður, kannski í vor, kannski næsta haust.