Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2002

Fimmtudaginn 30. október 2003, kl. 11:26:23 (931)

2003-10-30 11:26:23# 130. lþ. 18.1 fundur 109#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2002# (munnl. skýrsla), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 130. lþ.

[11:26]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna orðræðu sem átti sér stað um stöðu hv. 2. þm. Norðaust. sem er eins og kunnugt er jafnframt kjörinn forseti þingsins, hvernig bæri að ávarpa hann, þá urðu sitjandi forseta á mismæli þegar hann kynnti hv. þm. sem forseta í þessari umræðu, en að þingsköpin eru áfkaflega skýr í þessum efnum.

Í 8. gr. segir svo:

,,Nú vill forseti taka þátt í umræðum frekar en forsetastaða hans krefur og víkur hann þá á þingmannabekk en varaforseti tekur forsetasæti á meðan.``

Það er auðvitað einn forseti í salnum hverju sinni þannig að það var hv. 2. þm. Norðaust. sem hér talaði fyrir því máli sem umræða hefur verið um.