Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 18:54:54 (1763)

2003-11-17 18:54:54# 130. lþ. 28.5 fundur 305. mál: #A niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar# (stofnstyrkir, jarðhitaleit) frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[18:54]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek eftir því að hæstv. iðnrh. fjallar ekkert um það atriði sem ég hef hér m.a. gert að umtalsefni, þ.e. markaðsátak í atvinnumálum í Reykjavík í iðnrn. Ef hæstv. iðnrh. má vera að því að hlusta þá spyr ég hvort mikil reisn sé yfir því og hvort það hafi verið nauðsynleg aðgerð að minnka fé iðnrn. í markaðsátak í atvinnumálum til þess að stofna eitt starf og embætti í iðnrn. Er þetta rétt og er mikill bragur yfir þessu, markaðsátaki í atvinnumálum í Reykjavík? (Gripið fram í: Ekki veitir af.)

Hitt atriðið sem ég vildi nefna er að e.t.v. kann --- ég held nú samt að hæstv. iðnrh. kunni að telja. Hér sé ég hv. þm. Samfylkingarinnar, Jóhann Ársælsson, einn og hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir, tveir. Svo er það sá sem stendur hér í ræðustól, þrír og hv. þm. Helgi Hjörvar. Eru þetta ekki fjórir samfylkingarmenn? Framsóknarmenn sjást ekki fyrir utan ráðherrann sem er skyldugur að vera hér í salnum vegna þess að hún er að flytja þetta frv.

Virðulegi forseti. Ég vil endilega spyrja hæstv. iðnrh. út í markaðsátak í atvinnumálum í Reykjavík, þessa nýju stefnu iðnrh., þ.e. að nota þessa peninga til þess að stofna starf og embætti í iðnrn.