Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 14:26:34 (2632)

2003-12-04 14:26:34# 130. lþ. 42.93 fundur 207#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[14:26]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti átti gagnlegan fund með formönnum þingflokka í fundarhléinu og þar náðist um það samkomulag að umræða um 8. dagskrármálið, fjárlög fyrir árið 2004, hæfist núna. Síðan yrði gert hlé á þessum fundi aftur um fimmleytið og þá mundi annar fundur forseta með formönnum þingflokka verða haldinn um framhald mála.