Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 14:33:14 (2635)

2003-12-04 14:33:14# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., Frsm. meiri hluta MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi spurningar hv. þm. Jóns Bjarnasonar um það sem hann nefnir fjárvöntun hjá stofnunum þá er það þannig að fjárlög vísa veginn og stofnunum ber auðvitað að haga starfsemi sinni eftir þeim. Og ég geri ráð fyrir að þær muni fara í það verkefni núna eftir að fjárlög hafa verið afgreidd.

Hvað öryrkjamálið varðar þá geri ég ráð fyrir að næstu daga, ég veit ekki hvenær það verður, verði mælt hér fyrir frv. til laga sem taka utan um það mál og ég vísa bara til þeirrar umræðu. Ég hef því í sjálfu sér ekkert meira um það mál að segja að sinni.