Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 19:52:38 (3074)

2003-12-10 19:52:38# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[19:52]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur aldrei verið meira brottkast á keilu og löngu en einmitt núna eftir að þetta var sett í kvóta og það getur vel verið að þetta lini þær þjáningar að einhverjum hluta en þetta á við og verður sjálfsagt í öðrum tegundum líka. Það er ekki hægt að vera með sína aðferðina á hvorri tegundinni. En ég veit reyndar ekki hvernig ráðherrann ætlar að útfæra það. Það hefur ekki komið fram.

En það sem við erum að velta okkur upp úr og það sem við höfum áhyggjur af --- veiðimagnið er ekkert til að hafa áhyggjur af --- við erum að horfa upp á að í kolmunna er verið að henda meðafla upp á 3--4 þúsund tonn á ári að lágmarki í bolfiski og það þykir ekkert mál þó að því sé landað með í bræðslu og tekið fram hjá kvóta og ekki borgaður kvóti fyrir það. Þannig að það sem ég var að tala um að taka út úr kvóta eins og löngu, keilu og skötusel og helst ýsu og ufsa er ekkert stórmál þótt það yrði gert og gefin frjáls veiði á því.