Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 22:28:44 (3122)

2003-12-10 22:28:44# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[22:28]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. kom akkúrat með lykilorðið hér áðan þegar við fórum að tala um hver veruleikinn var fyrir daga kvótakerfisins, þegar fyrirtæki fóru á hausinn. Það er málið. Fyrirtæki fóru nefnilega unnvörpum á hausinn fyrir tíð kvótakerfisins. Hvaða áhrif hafði það á efnahag landsins? Hvaða áhrif hafði það á bankastarfsemi í landinu? Ég held að menn verði að líta á söguna.

Ég segi: Íslenskur sjávarútvegur er myndarlega rekinn í dag og ég mun ekki standa að aðför að fólki sem vinnur við íslenskan sjávarútveg eða þeim sem reka fiskvinnslufyrirtæki og gera það vel. (GMJ: Það er enginn að tala um ...)