Gjald vegna ólögmæts sjávarafla

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 23:17:53 (3227)

2003-12-11 23:17:53# 130. lþ. 48.16 fundur 254. mál: #A gjald vegna ólögmæts sjávarafla# (rannsóknir og nýsköpun) frv. 146/2003, Frsm. KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[23:17]

Frsm. sjútvn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Sjónarmið þingmannsins komu fram í nefndinni, eins og hann greindi frá. Mér finnast þau eðlileg. Þessi hafróafli er tilraun, undir bráðabirgðaákvæði í lögunum og kveðið á um skiptingu andvirðis aflans í þeim. Það er eðlilegt, ef ákveðið verður að gera þetta að varanlegu ákvæði, að líta á alla þætti málsins, m.a. þá sem þingmaðurinn gat um.