Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 11:56:21 (3267)

2003-12-12 11:56:21# 130. lþ. 49.20 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[11:56]

Kristján L. Möller (andsvar):

Frú forseti. Þetta andsvar og svör hv. formanns sjútvn. mun ég ræða betur á eftir og fara betur í þegar meiri tími gefst til. En á þeirri mínútu sem ég á hér eftir þá vil ég spyrja hv. þm. út í það vegna þess að honum er tíðrætt um það og reynir að telja okkur trú um það að byggðakvótaákvæðið sé styrkt í þessu þrátt fyrir að það fari út úr lögunum. Þess vegna vil ég spyrja hv. þm.: Hvað gerist ef sjútvrh. þarf að úthluta fljótlega stórum hluta af hámarkinu skv. 9. gr. vegna aflabrests í einhverri tegund eins og gerst hefur einmitt núna í Breiðafirði, er þá gulltryggt að restinni verði ekki úthlutað strax til þeirra samkvæmt aflamarki?