Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:10:49 (3346)

2003-12-13 11:10:49# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:10]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef engu að svara þessum þingmanni, engu. Þetta er ekki svaravert. Þau andsvör sem ég hef fengið hér (Gripið fram í: Samfylkingarkona.) eru fráleit. Ég hef farið mjög vel yfir þetta mál og mér finnst það alvarlegt. Þetta mál er alvarlegt (Gripið fram í.) og ég hef engu að svara þessum þingmanni eins og ... (Gripið fram í: Styður þingmaður frv.?) Ég mun ekki styðja þetta frv. (Gripið fram í: Gott að það kom fram.)