Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 15:28:09 (3444)

2003-12-13 15:28:09# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. skirrist alltaf við málefnalega umræðu við mig. Núna er hann kominn í andsvar við mig. Ég hélt að ég væri í andsvari við hv. þm. Hann svaraði engum af spurningunum sem ég spurði hann, hvort hann teldi eðlilegt að menn leystu vandamál atvinnulausra fyrrverandi stjórnmálamanna með sendiherrastöðum eða embættum hjá ríkisstofnunum og slíku og hvort hann teldi ekki eðlilegt að horfast í augu við það að alþingismannadeild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er í reynd og hefur verið gegnumstreymisdeild alla tíð. Ég kann ekki við það, frú forseti, þegar menn fara í andsvar við þann sem er í andsvörum við þá.