Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 111. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 324  —  111. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/1970, um lax- og silungsveiði, l. nr. 54/1990, um innflutn- ing dýra, og l. nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (DrH, BJJ, DJ, ÁMöl, EKG).     1.      Við 4. gr. Í stað orðanna „gildir 2. mgr.“ í 1. mgr. komi: gilda 2. og 3. mgr.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „óháð þroskastigi“ í fyrri málslið 1. efnismgr. komi: þ.m.t. hrogn og svil.
                  b.      Í stað orðanna „reglugerðar sem landbúnaðarráðherra setur“ í lok fyrri málsliðar 1. efnismgr. komi: reglugerða sem landbúnaðarráðherra setur að fengnum umsögnum embættis yfirdýralæknis, fisksjúkdómanefndar, Veiðimálastofnunar og erfðanefndar landbúnaðarins.