Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 143. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 390  —  143. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Vilborgu Hauksdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Helga Hjálmsson og Stefaníu Björnsdóttur frá Landssambandi eldri borgara.
    Í frumvarpinu er lagt til að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 2,5%, um 136 kr. á hvern gjaldanda, úr 5.440 kr. í 5.576 kr. Hækkunin er í samræmi við áætlaðar verðlagsbreytingar en gert er ráð fyrir að byggingarvísitala hækki um 2,5% frá meðalverði ársins 2003 til meðalverðs ársins 2004.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    
Margrét Frímannsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Þuríður Backman skrifa undir álitið með fyrirvara. Varðar hann þær skerðingar sem sjóðurinn hefur orðið fyrir og honum hafa ekki verið bættar. Leggja þau áherslu á mikilvægi þess að sjóðurinn hafi það ráðstöfunarfé sem honum hefur verið ætlað og að honum verði bættar þessar skerðingar en knýjandi þörf er á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þau gera einnig þann fyrirvara að of mikið af tekjum sjóðsins hafi farið í rekstur og telja að fé sjóðsins eigi að fara til uppbyggingar öldrunarstofnana.
    Jónína Bjartmarz og Guðrún Ögmundsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. nóv. 2003.Drífa Hjartardóttir,


varaform., frsm.


Margrét Frímannsdóttir,


með fyrirvara.


Pétur H. Blöndal.Ágúst Ólafur Ágústsson,


með fyrirvara.


Þuríður Backman,


með fyrirvara.


Sigríður A. Þórðardóttir.Dagný Jónsdóttir.

Prentað upp.