Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 90. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 403  —  90. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, og lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingva Má Pálsson, Guðmund Thorlacius, Ólaf Pál Gunnarsson og Elmar Hallgrímsson frá fjármálaráðuneyti, Svein Hannesson og Árna Jóhannesson frá Samtökum iðnaðarins, Sigþrúði Ármann frá Verslunarráði Íslands, Þorleif Þór Jónsson og Gísla Friðjónsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Guðrúnu Johnsen frá Samtökum atvinnulífsins, Þórð Skúlason og Sigurð Óla Kolbeinsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðmund Arnaldsson frá Landvara, Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Daníel Björnsson frá bifreiðastjórafélaginu Frama, Ásgeir Eiríksson frá Strætó bs. og Knút Halldórsson frá Landssambandi vörubílstjóra.
    Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá ríkisskattstjóra, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Félagi hópferðaleyfishafa, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, Verslunarráði Íslands, Samtökum iðnaðarins, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, bifreiðastjórafélaginu Frama, Alþýðusambandi Íslands, Strætó bs., Landvara, Akureyrarkaupstað og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Í frumvarpinu eru lagðar til hækkanir á þungaskatti og vörugjaldi af eldsneyti. Þessar breytingar eru í samræmi við tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2004.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 21. nóv. 2003.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.Birgir Ármannsson.


Dagný Jónsdóttir.