Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 146. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 408  —  146. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum og lögum um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka (fullgilding spillingarsamnings).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur og Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Hallgrím Ásgeirsson. Umsögn barst um málið frá Alþýðusambandi Íslands.
    Frumvarpinu er ætlað að breyta ákvæðum almennra hegningarlaga og laga um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslna og hryðjuverka til samræmis við ákvæði alþjóðasamnings á sviði refsiréttar um spillingu. Með spillingarsamningnum er komið á samræmdum efnis- og málsmeðferðarreglum í samningsríkjunum varðandi tiltekin spillingarbrot. Þannig verða mútubrot, þ.e. mútugreiðslur og mútuþágur, spilling í viðskiptalífi og svokölluð áhrifakaup refsinæm samkvæmt ákvæðum frumvarpsins.
    Samhliða afgreiðslu frumvarpsins er ráðgert að samþykkt verði tillaga til þingsályktunar flutt af utanríkisráðherra um fullgildingu samningsins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 20. nóv. 2003.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Birgir Ármannsson.



Katrín Júlíusdóttir.


Sigurjón Þórðarson.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Ágúst Ólafur Ágústsson.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.