Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 142. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 409  —  142. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994 (13. samningsviðauki).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur og Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Umsagnir bárust um málið frá Biskupsstofu, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og ríkissaksóknara.
    Frumvarpinu er ætlað að lögfesta 13. viðauka við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu), en í viðaukanum er kveðið á um algjört afnám dauðarefsingar.
    Samhliða afgreiðslu frumvarpsins er ráðgert að samþykkt verði tillaga til þingsályktunar flutt af utanríkisráðherra um heimild til fullgildingar 13. samningsviðauka.
    Nefndin telur að með því að taka viðaukann upp í íslenskan rétt sýni Ísland samstöðu á alþjóðlegum vettvangi og leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 20. nóv. 2003.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Birgir Ármannsson.



Katrín Júlíusdóttir.


Sigurjón Þórðarson.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Ágúst Ólafur Ágústsson.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.