Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 537  —  1. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2004.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.    Nefndin hefur haldið áfram umfjöllun sinni um frumvarpið frá því að 2. umræða fór fram 25. nóvember sl. Meiri hluti nefndarinnar gerir engar tillögur sem leiða til breytinga á heildarútgjöldum en leggur til nokkrar millifærslur og leiðréttingar.
    Hér á eftir fylgja skýringar á breytingartillögum meiri hlutans.


SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR

02 Menntamálaráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði óbreytt.
269     Háskóla- og vísindastofnanir, viðhald og stofnkostnaður.
        Við 2. umræðu um frumvarpið var samþykkt sundurliðun fjárveitinga til viðhalds- og stofnkostnaðar hjá háskóla- og vísindastofnunum. 20 m.kr. fjárveiting var ranglega merkt rannsóknahúsi hjá Háskólanum á Akureyri en átti að fara til viðhalds hjá sömu stofnun. Gerð er tillaga um leiðréttingu á þessu.
919     Söfn, ýmis framlög.
        1.90
Söfn, ýmis framlög. Lagt er til að 2 m.kr. framlag til Herhússins á Siglufirði sem samþykkt var við 2. umræðu um frumvarpið verði millifært á lið Húsafriðunarsjóðs.
        6.90
Söfn, ýmis stofnkostnaður. Við 2. umræðu um frumvarpið var samþykkt 2,2 m.kr. tímabundið framlag á lið Húsafriðunarsjóðs til úttektar á bryggjuhúsum á Wathnestorfunni á Seyðisfirði. Lagt er til að sú fjárheimild verði færð til Tækniminjasafns Austurlands til uppbyggingarstarfs.
979     Húsafriðunarnefnd.
        6.10
Húsafriðunarsjóður. Lagt er til að 7 m.kr. tímabundið framlag til viðgerðar á Vélsmiðjunni á Þingeyri og 2 m.kr. tímabundið framlag til Herhússins á Siglufirði sem samþykkt voru við 2. umræðu um frumvarpið verði millifærð af safnliðum á lið Húsafriðunarsjóðs. Við 2. umræðu um frumvarpið var samþykkt 2,2 m.kr. framlag á lið sjóðsins til úttektar á bryggjuhúsum á Wathnestorfunni á Seyðisfirði. Lagt er til að sú fjárheimild verði færð til Tækniminjasafns Austurlands til uppbyggingarstarfs og flytjist þannig á lið 02-919-6.90.
999     Ýmislegt.
        6.90
Ýmis stofnkostnaðarframlög. Lagt er til að 7 m.kr. framlag til viðgerðar á Vélsmiðjunni á Þingeyri sem samþykkt var við 2. umræðu um frumvarpið verði millifært á lið Húsafriðunarsjóðs.

04 Landbúnaðarráðuneyti

        Lagt er til að fjárheimild landbúnaðarráðuneytis verði óbreytt.
331     Héraðsskógar.
        1.10
Skógræktarátak á Fljótsdalshéraði og 6.41 Gagnagrunnur um skógrækt. Lagt er til að 8 m.kr. tímabundið framlag til gerðar gagnagrunns í skógrækt, sem samþykkt var við 2. umræðu um frumvarpið á viðfangsefni 1.10 Skógræktarátak á Fljótsdalshéraði, verði flutt á sérstakt viðfangsefni, 6.41 Gagnagrunnur um skógrækt.

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 2. des. 2003.Magnús Stefánsson,


form., frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.


Drífa Hjartardóttir.Guðmundur Hallvarðsson.


Birkir J. Jónsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.