Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 634  —  88. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (PHB, KHG, GunnB, BÁ, PM).



     1.      10. gr. orðist svo:
                   5. mgr. 89. gr. laganna orðast svo:
                            Ríkisskattstjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum 1.–4. mgr. um framtals- og skattlagningarstað og ákveða annan framtals- eða skattlagningarstað:
                  a.      þegar skattaðilar hafa flust á milli skattumdæma, eða
                  b.      þegar skattskyldir aðilar skv. I. kafla hafa með höndum sameiginlegan rekstur en eru ekki með búsetu í sama skattumdæmi, eða
                  c.      þegar ákvörðun launa er með þeim hætti sem um getur í 58. gr. en aðilar eru ekki með búsetu í sama skattumdæmi, eða
                  d.      vegna skatteftirlits skattstjóra, sbr. 1. mgr. 102. gr., þegar mál tekur til aðila sem ekki eru með búsetu í sama skattumdæmi.
     2.      Við 12. gr. Við bætist nýr liður, ákvæði til bráðabirgða X, svohljóðandi:
                  Vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2003 skulu vera 90% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.
     3.      13. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2005 vegna tekna og eigna á árinu 2004. Ákvæði 2. gr., b-liðar 3. gr., b-liðar 6. gr. og b-liðar 9. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008. Ákvæði 10. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við endurákvörðun og álagningu eftir gildistöku ákvæðisins. Ákvæði b-liðar 12. gr. (ákvæði til bráðabirgða X) öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2004 vegna vaxtagjalda á árinu 2003.