Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 420. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 640  —  420. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 51/1995, um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hermann Sæmundsson og Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur frá félagsmálaráðuneyti, Aðalstein Á. Baldursson og Kristján Bragason frá Starfsgreinasambandi Íslands, Halldór Grönvold frá ASÍ og Arnar Sigurmundsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva.
    Eftir fund nefndarinnar með áðurgreindum aðilum 9. desember 2003 barst nefndinni boð um samkomulag sem tekist hafði á milli félagsmálaráðherra, fulltrúa Samtaka fiskvinnslustöðva og fulltrúa Starfsgreinasambands Íslands, og hefur nefndin tekið tillit til samkomulagsins í áliti þessu.
    Nefndin leggur áherslu á að fram fari vinna við endurskoðun laga nr. 19/1979 og þá helst 3. gr. þeirra í samstarfi félagsmálaráðuneytis, Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka fiskvinnslustöðva.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Helgi Hjörvar og Gunnar Örlygsson rita undir álitið með fyrirvara.
    Ögmundur Jónasson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu en með fyrirvara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:

    
    Við 1. gr.
     a.      Í stað orðanna „eða aðrar ófyrirsjáanlegar ástæður“ í a-lið komi: eða aðrar viðlíka ástæður.
     b.      B-liður orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
             Fyrirtæki, sem starfrækir fiskvinnslu og fullnægir skilyrðum 2. mgr., skal eiga rétt á greiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði fyrir hvern heilan vinnudag sem það greiðir starfsmönnum laun meðan á tímabundinni vinnslustöðvun stendur að undanskildum fyrstu þremur dögunum á hverju almanaksári, sbr. þó einnig 4. mgr.
     c.      Í stað tölunnar „30“ í d-lið komi: 45.

Alþingi, 10. des. 2003.



Hjálmar Árnason,


form., frsm.


Guðlaugur Þór Þórðarson.


Guðjón Hjörleifsson.



Pétur H. Blöndal.


Birkir J. Jónsson.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.



Helgi Hjörvar,


með fyrirvara.


Margrét Frímannsdóttir,


með fyrirvara.


Gunnar Örlygsson,


með fyrirvara.