Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 417. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 653  —  417. mál.




Frumvarp til laga



um breytingar á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 11. des.)



1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Landbúnaðarráðherra er heimilt að gera samninga við sauðfjárbændur, sem hafa náð eða ná 64 ára aldri á tímabilinu 2004–2007, um að eiga hvorki né halda sauðfé til og með 31. desember 2007 en halda óskertum beingreiðslum á sama tíma á meðan greiðslumark sauðfjár er í eigu hlutaðeigandi bænda og áfram skráð á lögbýli. Þeim er þó heimilt að halda eftir allt að tíu vetrarfóðruðum kindum, enda séu afurðir þeirra til eigin nota. Ráðherra er jafnframt heimilt að kveða svo á um í samningunum að þeir bændur sem hyggjast hefja sauðfjárrækt að nýju megi koma sér upp bústofni frá 1. september 2007. Samningunum skal þinglýst sem kvöðum á viðkomandi lögbýli sem gilda til 31. desember 2007. Verði eigendaskipti að greiðslumarki eða lögbýli fellur samningurinn niður og hin þinglýsta kvöð.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.