Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 691, 130. löggjafarþing 312. mál: alþjóðleg viðskiptafélög (brottfall laga o.fl.).
Lög nr. 133 19. desember 2003.

Lög um breyting á lögum nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
  1. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
  2. Við greinina bætist ný málsgrein:
  3.      Afsali alþjóðlegt viðskiptafélag starfsleyfi sínu starfar félagið áfram sem hlutafélag eða einkahlutafélag, sbr. lög um hlutafélög og einkahlutafélög. Sama gildir er starfsleyfi alþjóðlegs viðskiptafélags fellur niður við afnám laganna.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004.
      Lög nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög, falla úr gildi 1. janúar 2008. Samhliða falla úr gildi starfsleyfi starfandi alþjóðlegra viðskiptafélaga.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Eftir 1. mars 2004 verða ekki gefin út ný starfsleyfi. Fullbúna umsókn sem berst fyrir það tímamark er starfsleyfisnefnd þó heimilt að taka til afgreiðslu.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2003.