Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 447. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 697  —  447. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (BjarnB, JBjart, BÁ, SKK, SÞorg).     1.      Við 1. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Iðgjaldagreiðslur skv. 1. mgr. skapa rétt til lífeyris úr A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins samkvæmt reglum um hana. Ellilífeyrir, makalífeyrir og örorkulífeyrir úr A-deild, sem byggist á iðgjaldagreiðslum skv. 1. mgr., kemur til frádráttar greiðslum ríkissjóðs samkvæmt lögum þessum. Eftir að þeir sem lög þessi taka til hafa náð fullum réttindum samkvæmt þeim fellur niður skylda þeirra til greiðslu iðgjalda.
     2.      Við 10. gr. Í stað orðanna „Ljúki þingsetu fyrir 40 ára aldur eða standi hún skemur“ í fyrri málslið komi: Standi þingseta skemur.
     3.      Við 14. gr. Í stað orðanna „af þingfararkaupi sínu“ í síðari málslið 1. mgr. komi: 5% af launum fyrir þingsetuna.
     4.      Við 15. gr. Orðin „og makalífeyris“ í 5. mgr. falli brott.
     5.      Við 22. gr.
       a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nú hefur maður öðlast rétt samkvæmt eldri lögum og getur hann þá tekið eftirlaun eða makalífeyri samkvæmt þeim.
       b.      3. málsl. 1. mgr. falli brott.
     6.      Við 23. gr.
       a.      Í stað orðanna „20% álag“ tvívegis í a-lið komi: 15% álag.
       b.      2. og 3. efnismgr. a-liðar verði 2. efnismgr.
Prentað upp.