Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 603. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 911  —  603. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir fiskiskipa úr stofnum utan lögsögu Íslands.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Úr hvaða stofnum hefur verið ákveðið að takmarka heildarafla skv. 6. gr. laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands? Hvernig var aflahlutdeild ákveðin hverju sinni, hvaða skip fengu hlutdeild og hve mikla í hverju tilviki?
     2.      Hefur ráðherra nýtt heimildir 4. mgr. 6. gr. laganna um að binda úthlutun því skilyrði að skip afsali sér aflaheimildum innan lögsögu Íslands? Ef svo er, hver var skerðingin í hverju tilviki, reiknað í prósentum og þorskígildum, og hvernig skiptist hún milli einstakra fiskiskipa?
     3.      Hvernig var aflaheimildum skv. 2. lið hér að framan úthlutað? Hversu miklu var úthlutað í hverju tilviki, reiknað í prósentum og þorskígildum, og til hvaða skipa?
     4.      Hefur ráðherra nýtt heimild 11. mgr. 6. gr. laganna þess efnis að allt að 5% heildaraflans verði sérstaklega úthlutað til þeirra skipa sem hófu veiðar úr viðkomandi stofni? Ef svo er, hversu miklu var úthlutað í hverju tilviki, reiknað í prósentum og þorskígildum, og til hvaða skipa?
     5.      Úr hvaða stofnum eru stundaðar veiðar án þess að til takmörkunar hafi komið á heildarafla og ákvæðum 6. gr. laganna beitt? Hve lengi hafa þær veiðar staðið? Hve mikið hefur verið veitt ár hvert og hve mörg skip eiga í hlut? Hvaða reglur hafa gilt um þær veiðar? Hver eru áform ráðherra varðandi áframhaldandi veiðar úr þeim stofnum?


Skriflegt svar óskast.