Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 340. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1041  —  340. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um sjóntækjafræðinga, nr. 17/1984.

(Eftir 2. umr., 3. mars.)



1. gr.

    5. gr. laganna orðast svo:
    Sjóntækjafræðingar mæla sjón og fullvinna og selja sjónhjálpartæki (gleraugu og snertilinsur).
    Ráðherra skal í reglugerð setja ákvæði um menntunarskilyrði sem sjóntækjafræðingar skulu uppfylla til að mega mæla sjón og fullvinna sjónhjálpartæki.
    Ráðherra getur í reglugerð takmarkað heimildir sjóntækjafræðinga til að mæla sjón hjá nánar tilgreindum hópum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 15. júní 2004.