Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1076  —  162. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um verndun hafs og stranda.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 2. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „í lofthelgi“ í 1. mgr. komi: í landhelgi.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Undanþegnar lögum þessum eru aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að vernda mannslíf eða tryggja öryggi, svo og aðgerðir sem kunna að vera nauðsynlegar vegna óviðráðanlegra ytri atvika.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „hreinsunaraðgerða“ í 2. tölul. komi: aðgerða.
                  b.      3., 8. og 10. tölul. falli brott.
                  c.      Á eftir orðunum „fiski og fiskúrgangi“ í c-lið 11. tölul. komi: og öðrum sjávarlífverum.
                  d.      14. tölul. orðist svo: Mengunarlögsaga Íslands: Hafsvæðið frá ytri mörkum landhelginnar að ytri mörkum efnahagslögsögunnar og landgrunnsins og efstu jarðlög, sbr. lög um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
                  e.      16. tölul. orðist svo: Netlög: Sjávarbelti 115 m frá stórstraumsfjöruborði.
                  f.      22. tölul. falli brott.
                  g.      Við 25. tölul. bætist: svo og óvinnsluhæfur rekstrarúrgangur.
                  h.      26. tölul. falli brott.
     3.      Við 4. gr. Lokamálsliður 2. mgr. orðist svo: Umhverfisstofnun er heimilt að fela heilbrigðisnefnd framkvæmd þvingunarúrræða samhliða eftirliti.
     4.      Við 5. gr. Í stað orðanna „eiga undir starfsemi“ komi: heyra undir starfsemi.
     5.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „enskrar útgáfu“ í s-lið 1. mgr. komi: erlendrar frumútgáfu.
                  b.      Í stað orðanna „ábyrgðir og tryggingar“ í w-lið 1. mgr. komi: ábyrgðartryggingu.
                  c.      Í stað orðanna „skipulagðra umhverfissamtaka“ í 3. mgr. komi: landssamtaka um umhverfisvernd.
     6.      Við 8. gr. Í stað orðanna „innan strandsjávar“ í lokamálslið 1. mgr. komi: í sjó.
     7.      Við 9. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Lagning sæstrengja og neðansjávarleiðslna er háð samþykki Umhverfisstofnunar.
     8.      Við 10. gr. Orðin „og óvinnsluhæfan rekstrarúrgang“ falli brott.
     9.      Við 11. gr. 3. og 4. málsl. 2. mgr. orðist svo: Hafnarstjórn er heimilt að innheimta gjöld fyrir móttöku úrgangs og skolps í höfnum og setja gjaldskrá þar að lútandi. Gjaldið skal þó aldrei vera hærra en sem nemur þeim kostnaði sem fellur til við veitingu þjónustunnar.
     10.      Við 12. gr.
                  a.      Á eftir 1. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Tilkynningarskyldan nær einnig til íslenskra skipa utan mengunarlögsögu Íslands eftir því sem við á og Ísland hefur skuldbundið sig til í alþjóðasamningum.
                  b.      Í stað orðanna „stjórnstöð Landhelgisgæslunnar“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: vaktstöð siglinga, sbr. lög um vaktstöð siglinga.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Vaktstöð siglinga skal miðla tilkynningum skv. 2. mgr. til Landhelgisgæsunnar.
     11.      Við 14. gr.
                  a.      Á undan orðunum „annast aðgerðir vegna mengunar“ í a-lið 1. mgr. komi: ber ábyrgð á og.
                  b.      Á eftir orðunum „skal hlutaðeigandi heilbrigðisfulltrúi“ í b-lið 1. mgr. komi: í umboði Umhverfisstofnunar.
     12.      Við 16. gr.
                  a.      Orðin „eða leggja fram aðra fullnægjandi tryggingu að mati Umhverfisstofnunar“ í 3. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Vátryggingar.
     13.      Við 17. gr. Í stað orðanna „Um ábyrgð og vátryggingar olíuflutningaskipa gilda:“ komi: Auk ákvæða 16. gr. gilda um vátryggingu olíuflutningaskipa.
     14.      Við 19. gr. Greinin orðist svo:
                  Svæðisráð ber ábyrgð á geymslu og viðhaldi þess mengunarvarnabúnaðar sem til staðar er í höfnum landsins og endurnýjun á honum og tilnefnir umsjónarmann með búnaðinum og annan til vara.
                  Umhverfisstofnun skal hafa yfir að ráða flytjanlegum mengunarvarnabúnaði til að takast á við óhöpp utan og innan hafnarsvæða eftir því sem þörf er á. Stofnunin ákveður í samráði við viðkomandi svæðisráð, eftir því sem fé fæst til í fjárlögum, uppbyggingu og endurnýjun á nauðsynlegum mengunarvarnabúnaði í höfnum landsins og um borð í varðskipum Landhelgisgæslu Íslands.
     15.      Við 20. gr.
                  a.      1. mgr. falli brott.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Strönduð og sokkin skip, pallar eða önnur mannvirki.
     16.      Við 22. gr. Orðin „sem gerður hefur verið samningur við, sbr. 2. mgr. 4. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
     17.      Við 27. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Ef brotið er gegn ákvæðum laga þessara og brotið tengist skipi skal skipið sett í farbann og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en málinu er lokið og sekt auk málskostnaðar greidd að fullu, svo og kostnaður eftirlitsaðila. Um farbann fer að ákvæðum laga um eftirlit með skipum.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Farbann.
     18.      Við 29. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. október 2004. Frá sama tíma falla úr gildi lög um varnir gegn mengun sjávar, nr. 32/1986, með síðari breytingum. Reglugerðir settar samkvæmt ákvæðum þeirra laga halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þær ganga ekki í bága við ákvæði þessara laga.
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu ákvæði 16., 17. og 18. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. janúar 2006.
     19.      Ákvæði til bráðabirgða I og II falli brott.
     20.      Orðin „og ákvæði I. til bráðabirgða“ í ákvæði til bráðabirgða IV falli brott.
     21.      Í fylgiskjali I verði tveir stafliðir, A. Starfsemi sem getur valdið bráðamengun á hafi eða ströndum vegna eðlis starfseminnar og/eða nálægðar hennar við sjó, ásamt 37 töluliðum, og B. Þættir sem taka ber tillit til við mat á mögulegri áhættu af starfseminni á umhverfi hafs og strandar, ásamt 5 töluliðum.
     22.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um varnir gegn mengun hafs og stranda.