Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 747. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1117 — 747. mál.
um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
Markmið laga þessara er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.
Skilyrði niðurgreiðslu er að meðaldreifingarkostnaður notenda í kr./kWst sé umfram viðmiðunarmörk sem iðnaðarráðherra setur í reglugerð. Við ákvörðun viðmiðunarmarka skal taka mið af hæstu gjaldskrá dreifiveitu að dreifbýlisgjaldskrám undanskildum. Þeirri fjárhæð sem ákveðin er í fjárlögum hverju sinni skal skipt hlutfallslega eftir orkunotkun á dreifbýlisgjaldskrársvæði miðað við kostnað dreifiveitu umfram viðmiðunarmörk í reglugerð.
Framlag það sem dreifiveita fær til lækkunar dreifingarkostnaðar notenda er ekki eign viðkomandi dreifiveitu. Dreifiveita hefur umsýslu með fénu og ber að nota framlagið til þess að lækka dreifingarkostnað notenda á viðkomandi dreifiveitusvæði í hlutfalli við raforkunotkun hvers notanda mælda í kWst.
Verði afgangur af niðurgreiðslufénu skal hann notaður til niðurgreiðslna næsta árs. Komi hins vegar til þess að fé vanti til niðurgreiðslna vegna þess að rafmagnsnotkun eða kostnaður við dreifingu var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir skal gert ráð fyrir því við ákvörðun niðurgreiðslna næsta árs.
Dreifiveitum ber að veita Orkustofnun sundurgreindar upplýsingar um kostnað við dreifingu á gjaldskrársvæði þegar stofnunin fer fram á slíkt.
Orkustofnun skal ár hvert áætla kostnað stofnunarinnar við eftirlit samkvæmt lögum þessum og leggja fyrir iðnaðarráðherra til staðfestingar. Kostnaður við eftirlit Orkustofnunar samkvæmt staðfestri áætlun greiðist af því fé sem ákveðið er í fjárlögum til að lækka kostnað við dreifingu raforku til notenda.
Í samræmi við bráðabirgðaákvæði VII við raforkulög, nr. 65/2003, skipaði iðnaðarráðherra nefnd sem ætlað var að gera tillögu um fyrirkomulag flutnings raforku, þ.m.t. um stærð flutningskerfisins og hvernig rekstri þess og kerfisstjórnunar skuli háttað þannig að öryggi, skilvirkni og hagkvæmni kerfisins verði sem best tryggð. Þá var nefndinni og falið að móta tillögur um með hvaða hætti jafna eigi kostnaði vegna flutnings og dreifingar raforku. Frumvarp til breytinga á raforkulögum, nr. 65/2003, sem byggt er á tillögum meiri hluta framangreindrar nefndar hefur verið lagt fram. Þar er m.a. tekið á því hvernig jafna skuli kostnaði við dreifingu raforku. Í 9. gr. nefnds frumvarps er lagt til að dreifiveitum verði heimilað að sækja um sérstaka dreifibýlisgjaldskrá á þeim svæðum þar sem dreifingarkostnaður raforku er sannanlega hærri en í þéttbýli. Í tillögum meiri hluta nefndar sem skipuð var á grundvelli bráðabirgðaákvæðis VII við raforkulög, nr. 65/2003, er lagt til að greiðslur til jöfnunar á dreifingarkostnaði raforku renni eingöngu til rafmagnsnotenda á þeim svæðum þar sem heimiluð hefur verið dreifbýlisgjaldskrá. Í frumvarpi þessu er að finna útfærslu á því hvernig staðið verður að jöfnun dreifingarkostnaðar rafmagns.
Samkvæmt frumvarpinu geta dreifiveitur sótt um það til Orkustofnunar að hafa sérstaka dreifbýlisgjaldskrá á dreifbýlissvæðum þar sem kostnaður við dreifingu er sannanlega hærri en í þéttbýli.
Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku miðast einungis við dreifbýlisgjaldskrársvæði dreifiveitu. Þannig geta gjaldskrársvæði hverrar dreifiveitu verið tvö, þ.e. almennt gjaldskrársvæði og dreifbýlisgjaldsskrársvæði. Ákvörðun um það hvort dreifiveitum verður heimilað að hafa sérstaka dreifbýlisgjaldskrá verður í höndum Orkustofnunar.
Í samræmi við ákvæði raforkulaga mun Orkustofnun sjá um eftirlit með flutningi og dreifingu raforku. Því þykir eðlilegt að stofnuninni verði falið að hafa eftirlit með framkvæmd þessara laga. Ber henni í störfum sínum að fara eftir stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.
Samkvæmt greininni er markmið frumvarpsins að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. Með almennum notendum er átt við alla raforkunotendur landsins að undanskildum stóriðjunotendum. Kostnaður við dreifingu raforku til landsmanna er mismikill og á sumum svæðum er hann svo mikill að erfitt er fyrir notendur að standa undir honum. Þessi svæði eru að mestu leyti á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins en þó einnig hjá Orkubúi Vestfjarða. Sú ábyrgð hvílir á dreifiveitum að veita íbúum og fyrirtækjum strjálbýlli svæða sömu þjónustu og íbúum í þéttbýli. Talið hefur verið nauðsynlegt að tryggja fullnægjandi raforkuafhendingu til dreifbýlissvæða þrátt fyrir takmarkaða notkun, m.a. vegna byggðasjónarmiða.
Greinin þarfnast ekki skýringa.
Meginreglan varðandi gjaldskrársvæði skv. 17 gr. raforkulaga er sú að hjá hverri dreifiveitu er aðeins eitt gjaldskrársvæði. Þetta merkir að hjá hverju fyrirtæki er aðeins ein gjaldskrá í gildi. Kæmi til þess að ein dreifiveita keypti aðra dreifiveitu sem hefði aðra gjaldskrá fyrir kaupin bæri að setja eina nýja gjaldskrá fyrir hið sameinaða fyrirtæki eftir kaupin. Skv. 9. gr. frumvarps til breytinga á raforkulögum sem leggur til breytingar á 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, er þó heimilað að í gildi séu sérstakar dreifbýlisgjaldskrár á svæðum þar sem kostnaður við dreifingu raforku er sannanlega hærri en í þéttbýli. Hér er lagt til að opinberar aðgerðir til jöfnunar á kostnaði komi aðeins til greina á dreifbýlisgjaldskrársvæðum. Fjárhæð niðurgreiðslna ræðst af viðmiðunarmörkum sem iðnaðarráðherra setur í reglugerð. Þegar mörkin eru ákveðin skal taka mið af dreifingarkostnaði þeirrar dreifiveitu sem hefur hæstan dreifingarkostnað að dreifbýlisgjaldskrám undanskildum. Reglan miðar að því að raforkukaupendur á dreifbýlisgjaldskrársvæðum þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir dreifingu raforku en sem nemur hæsta gjaldi almennra gjaldskráa dreifiveitna, eftir að tillit hefur verið tekið til niðurgreiðslna.
Í ákvæðinu er verklagi við niðurgreiðslurnar lýst. Mikilvægt atriði er að dreifiveitur ákveða gjaldskrá sína með venjulegum hætti á viðkomandi svæði en síðan komi til niðurgreiðsla hins opinbera fyrir ákveðinn hluta kostnaðar. Það fé sem veitt er til niðurgreiðslna verður ekki eign viðkomandi dreifiveitu. Dreifiveitur taka við fénu í því skyni að ráðstafa því til lækkunar á dreifingarkostnaði til raforkunotenda í réttu hlutfalli við orkunotkun mælda í kWst.
Í 3. mgr. 4. gr. er tekið á því hvernig farið skuli með þegar afgangur verður af niðurgreiðslufé eða féð er uppurið fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Í 5. og 6. gr. er kveðið á um eftirlit og úrræði Orkustofnunar. Ákvæðið er að efni til samhljóða 24. og 26. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Eðlilegt þykir að Orkustofnun hafi sambærilegar heimildir varðandi eftirlit með lögum þessum og gert er ráð fyrir í raforkulögum. Um frekari skýringu greinanna er vísað til greinargerða með 24. og 26. gr. raforkulaga.
Greinin þarfnast ekki skýringa.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Frumvarpið er lagt fram samhliða öðru frumvarpi um fyrirkomulag raforkuflutningskerfisins og er eins og það frumvarp byggt á meirihlutaáliti nefndar sem skipuð var samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII í gildandi raforkulögum til að fjalla um þessa þætti laganna. Í frumvarpinu um fyrirkomulag raforkuflutningskerfisins eru ekki bein ákvæði um hvort eða með hvaða hætti raforkuverði verður jafnað milli svæða á landinu umfram það sem felst í einu jafnaðaverði alls staðar í flutningskerfinu. Þó er gert ráð fyrir að dreifiveitum verði heimilt að hafa sérstaka dreifbýlisgjaldskrá á svæðum þar sem kostnaður við orkudreifingu er sannanlega hærri en í þéttbýli. Í því frumvarpi sem hér um ræðir er sett fram nánari útfærsla á því hvernig staðið verði að jöfnun dreifingarkostnaðar raforku.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að greiðslur til jöfnunar á dreifingarkostnaði raforku renni eingöngu til almennra rafmagnsnotenda á þeim svæðum þar sem heimilað hefur verið að setja dreifbýlisgjaldskrá. Fyrirkomulagið verði með þeim hætti að iðnaðarráðherra setur með reglugerð viðmiðunarmörk sem skulu vera sem næst þeim raunkostnaði sem notendur dýrustu þéttbýlisdreifiveitu þurfa að greiða fyrir raforkudreifingu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að greiða niður raforkuverð til notenda á dreifbýlisgjaldskrársvæðum þar sem meðalkostnaður í kr. á kW er hærri en viðmiðunarmörkin. Með öðrum orðum verður orkuverðið að hámarki greitt niður í þeim mæli að notendurnir beri sama kostnað og þeir sem búa á dýrasta þéttbýlisdreifiveitusvæðinu. Í frumvarpinu er tiltekið að ákveðið verði í fjárlögum hverju sinni hvort og í hversu miklum mæli dreifingarkostnaður verði greiddur niður í dreifbýli. Framlagi í fjárlögum verði þá skipt hlutfallslega eftir orkunotkun á dreifbýlisgjaldskrársvæði miðað við kostnað dreifiveitna umfram þessi mörk.
Kostnaðaráhrif af lögfestingu frumvarpsins munu þannig ráðast í fjárlögum hvers árs. Ríkisstjórnin hefur fjallað um málið og markað þá stefnu að veitt verði að hámarki 230 m.kr. framlag til þessara niðurgreiðslna. Sú fjárhæð tekur mið af lauslegri áætlun iðnaðarráðuneytisins á kostnaði við að greiða kostnaðinn á svæðum sem líklega munu falla undir skilyrði fyrir dreifbýlisgjaldskrá niður í kostnaðinn þar sem áætlað er að hann verði hæstur í þéttbýli. Veruleg óvissa er um ýmsar forsendur í þeirri áætlun vegna þeirra skipulags- og rekstrarbreytinga í raforkugeiranum sem áformaðar eru á næstu árum. Er því ekki unnt að segja fyrir um það með vissu hvort framlagið muni mæta að fullu mismuninum á verði í dreifbýli og dýrasta þéttbýli.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1117 — 747. mál.
Frumvarp til laga
um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
(Lagt fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)
1. gr.
Markmið.
Markmið laga þessara er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda.
2. gr.
Stjórnsýsla.
3. gr.
Skilyrði fyrir lækkun dreifingarkostnaðar.
Skilyrði niðurgreiðslu er að meðaldreifingarkostnaður notenda í kr./kWst sé umfram viðmiðunarmörk sem iðnaðarráðherra setur í reglugerð. Við ákvörðun viðmiðunarmarka skal taka mið af hæstu gjaldskrá dreifiveitu að dreifbýlisgjaldskrám undanskildum. Þeirri fjárhæð sem ákveðin er í fjárlögum hverju sinni skal skipt hlutfallslega eftir orkunotkun á dreifbýlisgjaldskrársvæði miðað við kostnað dreifiveitu umfram viðmiðunarmörk í reglugerð.
4. gr.
Framkvæmd.
Framlag það sem dreifiveita fær til lækkunar dreifingarkostnaðar notenda er ekki eign viðkomandi dreifiveitu. Dreifiveita hefur umsýslu með fénu og ber að nota framlagið til þess að lækka dreifingarkostnað notenda á viðkomandi dreifiveitusvæði í hlutfalli við raforkunotkun hvers notanda mælda í kWst.
Verði afgangur af niðurgreiðslufénu skal hann notaður til niðurgreiðslna næsta árs. Komi hins vegar til þess að fé vanti til niðurgreiðslna vegna þess að rafmagnsnotkun eða kostnaður við dreifingu var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir skal gert ráð fyrir því við ákvörðun niðurgreiðslna næsta árs.
5. gr.
Eftirlit Orkustofnunar.
Dreifiveitum ber að veita Orkustofnun sundurgreindar upplýsingar um kostnað við dreifingu á gjaldskrársvæði þegar stofnunin fer fram á slíkt.
Orkustofnun skal ár hvert áætla kostnað stofnunarinnar við eftirlit samkvæmt lögum þessum og leggja fyrir iðnaðarráðherra til staðfestingar. Kostnaður við eftirlit Orkustofnunar samkvæmt staðfestri áætlun greiðist af því fé sem ákveðið er í fjárlögum til að lækka kostnað við dreifingu raforku til notenda.
6. gr.
Úrræði Orkustofnunar.
7. gr.
Gildistaka.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Í samræmi við bráðabirgðaákvæði VII við raforkulög, nr. 65/2003, skipaði iðnaðarráðherra nefnd sem ætlað var að gera tillögu um fyrirkomulag flutnings raforku, þ.m.t. um stærð flutningskerfisins og hvernig rekstri þess og kerfisstjórnunar skuli háttað þannig að öryggi, skilvirkni og hagkvæmni kerfisins verði sem best tryggð. Þá var nefndinni og falið að móta tillögur um með hvaða hætti jafna eigi kostnaði vegna flutnings og dreifingar raforku. Frumvarp til breytinga á raforkulögum, nr. 65/2003, sem byggt er á tillögum meiri hluta framangreindrar nefndar hefur verið lagt fram. Þar er m.a. tekið á því hvernig jafna skuli kostnaði við dreifingu raforku. Í 9. gr. nefnds frumvarps er lagt til að dreifiveitum verði heimilað að sækja um sérstaka dreifibýlisgjaldskrá á þeim svæðum þar sem dreifingarkostnaður raforku er sannanlega hærri en í þéttbýli. Í tillögum meiri hluta nefndar sem skipuð var á grundvelli bráðabirgðaákvæðis VII við raforkulög, nr. 65/2003, er lagt til að greiðslur til jöfnunar á dreifingarkostnaði raforku renni eingöngu til rafmagnsnotenda á þeim svæðum þar sem heimiluð hefur verið dreifbýlisgjaldskrá. Í frumvarpi þessu er að finna útfærslu á því hvernig staðið verður að jöfnun dreifingarkostnaðar rafmagns.
Samkvæmt frumvarpinu geta dreifiveitur sótt um það til Orkustofnunar að hafa sérstaka dreifbýlisgjaldskrá á dreifbýlissvæðum þar sem kostnaður við dreifingu er sannanlega hærri en í þéttbýli.
Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku miðast einungis við dreifbýlisgjaldskrársvæði dreifiveitu. Þannig geta gjaldskrársvæði hverrar dreifiveitu verið tvö, þ.e. almennt gjaldskrársvæði og dreifbýlisgjaldsskrársvæði. Ákvörðun um það hvort dreifiveitum verður heimilað að hafa sérstaka dreifbýlisgjaldskrá verður í höndum Orkustofnunar.
Í samræmi við ákvæði raforkulaga mun Orkustofnun sjá um eftirlit með flutningi og dreifingu raforku. Því þykir eðlilegt að stofnuninni verði falið að hafa eftirlit með framkvæmd þessara laga. Ber henni í störfum sínum að fara eftir stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Samkvæmt greininni er markmið frumvarpsins að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. Með almennum notendum er átt við alla raforkunotendur landsins að undanskildum stóriðjunotendum. Kostnaður við dreifingu raforku til landsmanna er mismikill og á sumum svæðum er hann svo mikill að erfitt er fyrir notendur að standa undir honum. Þessi svæði eru að mestu leyti á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins en þó einnig hjá Orkubúi Vestfjarða. Sú ábyrgð hvílir á dreifiveitum að veita íbúum og fyrirtækjum strjálbýlli svæða sömu þjónustu og íbúum í þéttbýli. Talið hefur verið nauðsynlegt að tryggja fullnægjandi raforkuafhendingu til dreifbýlissvæða þrátt fyrir takmarkaða notkun, m.a. vegna byggðasjónarmiða.
Um 2. gr.
Greinin þarfnast ekki skýringa.
Um 3. gr.
Meginreglan varðandi gjaldskrársvæði skv. 17 gr. raforkulaga er sú að hjá hverri dreifiveitu er aðeins eitt gjaldskrársvæði. Þetta merkir að hjá hverju fyrirtæki er aðeins ein gjaldskrá í gildi. Kæmi til þess að ein dreifiveita keypti aðra dreifiveitu sem hefði aðra gjaldskrá fyrir kaupin bæri að setja eina nýja gjaldskrá fyrir hið sameinaða fyrirtæki eftir kaupin. Skv. 9. gr. frumvarps til breytinga á raforkulögum sem leggur til breytingar á 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, er þó heimilað að í gildi séu sérstakar dreifbýlisgjaldskrár á svæðum þar sem kostnaður við dreifingu raforku er sannanlega hærri en í þéttbýli. Hér er lagt til að opinberar aðgerðir til jöfnunar á kostnaði komi aðeins til greina á dreifbýlisgjaldskrársvæðum. Fjárhæð niðurgreiðslna ræðst af viðmiðunarmörkum sem iðnaðarráðherra setur í reglugerð. Þegar mörkin eru ákveðin skal taka mið af dreifingarkostnaði þeirrar dreifiveitu sem hefur hæstan dreifingarkostnað að dreifbýlisgjaldskrám undanskildum. Reglan miðar að því að raforkukaupendur á dreifbýlisgjaldskrársvæðum þurfi ekki að greiða hærra gjald fyrir dreifingu raforku en sem nemur hæsta gjaldi almennra gjaldskráa dreifiveitna, eftir að tillit hefur verið tekið til niðurgreiðslna.
Um 4. gr.
Í ákvæðinu er verklagi við niðurgreiðslurnar lýst. Mikilvægt atriði er að dreifiveitur ákveða gjaldskrá sína með venjulegum hætti á viðkomandi svæði en síðan komi til niðurgreiðsla hins opinbera fyrir ákveðinn hluta kostnaðar. Það fé sem veitt er til niðurgreiðslna verður ekki eign viðkomandi dreifiveitu. Dreifiveitur taka við fénu í því skyni að ráðstafa því til lækkunar á dreifingarkostnaði til raforkunotenda í réttu hlutfalli við orkunotkun mælda í kWst.
Í 3. mgr. 4. gr. er tekið á því hvernig farið skuli með þegar afgangur verður af niðurgreiðslufé eða féð er uppurið fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Um 5. og 6. gr.
Í 5. og 6. gr. er kveðið á um eftirlit og úrræði Orkustofnunar. Ákvæðið er að efni til samhljóða 24. og 26. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Eðlilegt þykir að Orkustofnun hafi sambærilegar heimildir varðandi eftirlit með lögum þessum og gert er ráð fyrir í raforkulögum. Um frekari skýringu greinanna er vísað til greinargerða með 24. og 26. gr. raforkulaga.
Um 7. gr.
Greinin þarfnast ekki skýringa.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
Frumvarpið er lagt fram samhliða öðru frumvarpi um fyrirkomulag raforkuflutningskerfisins og er eins og það frumvarp byggt á meirihlutaáliti nefndar sem skipuð var samkvæmt bráðabirgðaákvæði VII í gildandi raforkulögum til að fjalla um þessa þætti laganna. Í frumvarpinu um fyrirkomulag raforkuflutningskerfisins eru ekki bein ákvæði um hvort eða með hvaða hætti raforkuverði verður jafnað milli svæða á landinu umfram það sem felst í einu jafnaðaverði alls staðar í flutningskerfinu. Þó er gert ráð fyrir að dreifiveitum verði heimilt að hafa sérstaka dreifbýlisgjaldskrá á svæðum þar sem kostnaður við orkudreifingu er sannanlega hærri en í þéttbýli. Í því frumvarpi sem hér um ræðir er sett fram nánari útfærsla á því hvernig staðið verði að jöfnun dreifingarkostnaðar raforku.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að greiðslur til jöfnunar á dreifingarkostnaði raforku renni eingöngu til almennra rafmagnsnotenda á þeim svæðum þar sem heimilað hefur verið að setja dreifbýlisgjaldskrá. Fyrirkomulagið verði með þeim hætti að iðnaðarráðherra setur með reglugerð viðmiðunarmörk sem skulu vera sem næst þeim raunkostnaði sem notendur dýrustu þéttbýlisdreifiveitu þurfa að greiða fyrir raforkudreifingu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að greiða niður raforkuverð til notenda á dreifbýlisgjaldskrársvæðum þar sem meðalkostnaður í kr. á kW er hærri en viðmiðunarmörkin. Með öðrum orðum verður orkuverðið að hámarki greitt niður í þeim mæli að notendurnir beri sama kostnað og þeir sem búa á dýrasta þéttbýlisdreifiveitusvæðinu. Í frumvarpinu er tiltekið að ákveðið verði í fjárlögum hverju sinni hvort og í hversu miklum mæli dreifingarkostnaður verði greiddur niður í dreifbýli. Framlagi í fjárlögum verði þá skipt hlutfallslega eftir orkunotkun á dreifbýlisgjaldskrársvæði miðað við kostnað dreifiveitna umfram þessi mörk.
Kostnaðaráhrif af lögfestingu frumvarpsins munu þannig ráðast í fjárlögum hvers árs. Ríkisstjórnin hefur fjallað um málið og markað þá stefnu að veitt verði að hámarki 230 m.kr. framlag til þessara niðurgreiðslna. Sú fjárhæð tekur mið af lauslegri áætlun iðnaðarráðuneytisins á kostnaði við að greiða kostnaðinn á svæðum sem líklega munu falla undir skilyrði fyrir dreifbýlisgjaldskrá niður í kostnaðinn þar sem áætlað er að hann verði hæstur í þéttbýli. Veruleg óvissa er um ýmsar forsendur í þeirri áætlun vegna þeirra skipulags- og rekstrarbreytinga í raforkugeiranum sem áformaðar eru á næstu árum. Er því ekki unnt að segja fyrir um það með vissu hvort framlagið muni mæta að fullu mismuninum á verði í dreifbýli og dýrasta þéttbýli.