Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 514. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1150  —  514. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn, nr. 43 24. mars 2003.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur og Bryndísi Helgadóttur frá dómsmálaráðuneyti. Umsagnir bárust um málið frá Lögmannafélagi Íslands, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Sambandi íslenskra tryggingafélaga.
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði 5. gr. laga um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn verði komið í það horf að unnt verði að kaupa vátryggingar sem ákvæðið mælir fyrir um án vandkvæða, en það þykir nú of víðtækt og almennt orðað þannig að torvelt hefur reynst að kaupa þær tryggingar sem menn eru þó skyldaðir til að taka. Þá er lagt til að bætt verði við lögin reglugerðarheimild varðandi vátryggingarskylduna.
     Nefndin bendir á að rétt sé að reglugerð um vátryggingarskylduna verði samin í samráði við viðkomandi aðila.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    
Atli Gíslason sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 16. mars 2004.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Arnbjörg Sveinsdóttir.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Jónína Bjartmarz.


Birgir Ármannsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.



Sigurjón Þórðarson.


Sigurður Kári Kristjánsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.