Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 548. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1160  —  548. mál.




Svar



ráðherra Hagstofu Íslands við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um verðbreytingar á vöru og þjónustu umfram verðlag.

     1.      Hvaða verðbreytingar hafa orðið á vöru og þjónustu umfram verðlag frá árinu 1999 og hverjar eru helstu skýringar á hækkunum umfram verðlagsbreytingar?
    Frá mars árið 1999 til mars árið 2004 hækkaði vísitala neysluverðs um 24,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis (áður vísitala vöru og þjónustu) um 19,8%.

     2.      Hvernig skiptast verðbreytingar sem eru umfram verðlagsbreytingar milli eftirfarandi þátta frá árinu 1999:
                  a.      heilbrigðisþjónusta,
                  b.      húsnæðiskostnaður,
                  c.      menntamál, skipt milli skólastiga,
                  d.      heimilistryggingar,
                  e.      rafmagn og hiti,
                  f.      póst- og símakostnaður?

    Eftirfarandi verðbreytingar eru á vísitölu neysluverðs frá mars 1999 til mars 2004, skipt upp eftir eðli og uppruna:
Búvörur án grænmetis 10,1%
Grænmeti –10,4%
Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 20,4%
Aðrar innlendar vörur 18,3%
Innfluttar mat- og drykkjarvörur 17,3%
Nýr bíll og varahlutir 18,8%
Bensín 33,1%
Innfluttar vörur aðrar 7,1%
Áfengi og tóbak 27,2%
Húsnæði 54,5%
Opinber þjónusta 27,6%
Önnur þjónusta 30,6%
Dagvara 15,0%

    Hækkun á þeim liðum frá mars 1999 til mars 2004 sem upp eru taldir í fyrirspurninni eru eftirfarandi:
Heilbrigðisþjónusta 29,8%
Húsnæðiskostnaður 54,5%
Menntun 43,1%
Grunnskólar 15,8%
Framhaldsskólar 44,0%
Háskólar 35,4%
Heimilistryggingar 36,3%
Rafmagn og hiti 18,0%
Póst- og símakostnaður 8,7%

     3.      Hvað hefur ríkissjóður haft í tekjur af verðhækkunum sem hafa verið umfram verðlagsbreytingar á tímabilinu 1999–2003 og hvað hafa þær hækkað mikið vísitölu neysluverðs?
    Hagstofan hefur ekki tiltækar upplýsingar um áhrif af verðlagsbreytingum á tekjur ríkissjóðs.