Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 343. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1252 — 343. mál.
um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.
Gjald af innfluttu áfengi skal greitt við tollafgreiðslu þess.
Af áfengi, sem framleitt er innan lands til sölu þar, reiknast gjald við sölu eða afhendingu vörunnar frá verksmiðju eða framleiðanda til kaupanda og skiptir ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla fer fram.
Þeir sem skyldir eru til að innheimta gjald skv. 2. mgr. skulu ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs í umdæmi því þar sem þeir eru heimilisfastir áfengisgjald sem þeim ber að standa skil á. Greiðslu skal fylgja skýrsla á þar til gerðu eyðublaði um hina gjaldskyldu sölu.
Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu gjalds, þar á meðal að veita allt að tveggja vikna greiðslufrest og er þá hvert uppgjörstímabil tvær vikur, frá 1. til 15. hvers mánaðar og frá 16. til loka hvers mánaðar. Gjalddagi er annar virkur dagur eftir lok uppgjörstímabils.
Sé áfengisgjald ekki greitt á gjalddaga, sbr. 5. gr., skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef framleiðandi áfengis hefur ekki skilað áfengisgjaldsskýrslu eða henni verið ábótavant og áfengisgjald því áætlað, nema hann hafi greitt fyrir gjalddaga upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum.
Álag skv. 1. mgr. skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
Sé áfengisgjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Dráttarvextir skulu reiknaðir frá og með gjalddaga.
Verði vanskil á greiðslu áfengisgjalds skal tollstjóri synja innflytjanda eða framleiðanda áfengis um frekari greiðslufrest meðan vanskil vara.
Ef um er að ræða ítrekuð eða stórfelld vanskil á greiðslu áfengisgjalds, álags skv. 2. mgr. eða dráttarvaxta skv. 3. mgr. getur tollstjóri án fyrirvara stöðvað tollafgreiðslu á öðrum vörum til skuldara eða látið lögreglu stöðva atvinnurekstur skuldarans, m.a. með því að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð, enda telji tollstjóri hagsmuni ríkissjóðs ekki verða tryggða með öðrum hætti.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leggur á og innheimtir tóbaksgjald af tóbaksvörum sem hafa verið fluttar hingað til lands eða framleiddar hér á landi.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1252 — 343. mál.
Frumvarp til laga
um breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.
(Eftir 2. umr., 29. mars.)
1. gr.
5. gr. laganna orðast svo:Gjald af innfluttu áfengi skal greitt við tollafgreiðslu þess.
Af áfengi, sem framleitt er innan lands til sölu þar, reiknast gjald við sölu eða afhendingu vörunnar frá verksmiðju eða framleiðanda til kaupanda og skiptir ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla fer fram.
Þeir sem skyldir eru til að innheimta gjald skv. 2. mgr. skulu ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs í umdæmi því þar sem þeir eru heimilisfastir áfengisgjald sem þeim ber að standa skil á. Greiðslu skal fylgja skýrsla á þar til gerðu eyðublaði um hina gjaldskyldu sölu.
Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu gjalds, þar á meðal að veita allt að tveggja vikna greiðslufrest og er þá hvert uppgjörstímabil tvær vikur, frá 1. til 15. hvers mánaðar og frá 16. til loka hvers mánaðar. Gjalddagi er annar virkur dagur eftir lok uppgjörstímabils.
2. gr.
Á eftir 5. gr. laganna kemur ný grein, 5. gr. a, svohljóðandi:Sé áfengisgjald ekki greitt á gjalddaga, sbr. 5. gr., skal aðili sæta álagi til viðbótar því gjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef framleiðandi áfengis hefur ekki skilað áfengisgjaldsskýrslu eða henni verið ábótavant og áfengisgjald því áætlað, nema hann hafi greitt fyrir gjalddaga upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum.
Álag skv. 1. mgr. skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
Sé áfengisgjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Dráttarvextir skulu reiknaðir frá og með gjalddaga.
Verði vanskil á greiðslu áfengisgjalds skal tollstjóri synja innflytjanda eða framleiðanda áfengis um frekari greiðslufrest meðan vanskil vara.
Ef um er að ræða ítrekuð eða stórfelld vanskil á greiðslu áfengisgjalds, álags skv. 2. mgr. eða dráttarvaxta skv. 3. mgr. getur tollstjóri án fyrirvara stöðvað tollafgreiðslu á öðrum vörum til skuldara eða látið lögreglu stöðva atvinnurekstur skuldarans, m.a. með því að setja starfsstöðvar, skrifstofur, útsölur, tæki og vörur undir innsigli þar til full skil eru gerð, enda telji tollstjóri hagsmuni ríkissjóðs ekki verða tryggða með öðrum hætti.
3. gr.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leggur á og innheimtir tóbaksgjald af tóbaksvörum sem hafa verið fluttar hingað til lands eða framleiddar hér á landi.
4. gr.