Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 451. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1261  —  451. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um rannsókn flugslysa.

Frá samgöngunefnd.     1.      Við 2. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Flugslysarannsókn samkvæmt lögum þessum skal aðeins miða að því að auka öryggi í flugi.
     2.      Við 3. gr. Fyrri málsliður 4. mgr. falli brott.
     3.      Við 6. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður skulu hafa sérmenntun og starfsreynslu á sviði flugmála og/eða flugslysarannsókna.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „við rannsókn máls“ í 3. mgr. komi: vegna rannsóknar flugslyss.
                  b.      Í stað orðsins „eftirfarandi“ í 4. mgr. komi: tengdra.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „tafarlaust“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: án ástæðulausrar tafar.
                  b.      Í stað orðanna „og handhafar flugrekstrarleyfis“ í síðari málslið 1. mgr. komi: handhafar flugrekstrarleyfis og vaktstöð samkvæmt lögum nr. 25/1995, um samræmda neyðarsímsvörun.
     6.      Við 17. gr. Í stað orðsins „slyssins“ í síðari málslið 1. mgr. komi: flugslyssins.
     7.      Við 19. gr. Orðin „að sé“ í fyrri málslið 2. mgr. falli brott.
     8.      Við 25. gr. Í stað orðanna „1. mars 2004“ komi: 1. september 2004.
     9.      2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða falli brott.