Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 840. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1290  —  840. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



1. gr.

    Við 14. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna bætist: Vestmannaeyjabær.

2. gr.

    Við 15. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna bætist: og Vestmannaeyjabær.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er lagt fram í þeim tilgangi að gera nauðsynlegar breytingar á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum. Þau mistök urðu við setningu laganna að Vestmannaeyjabær er hvorki tilgreindur í ákvæði 11. gr. um skipan héraðslæknaumdæma sem ætlað er að ná yfir allt landið né í ákvæði 12. gr. um vaktsvæði dýralækna. Með frumvarpinu er lagt til að Vestmannaeyjabær heyri undir umdæmi héraðsdýralæknis í Suðurlandsumdæmi, sbr. 14. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna, en það er eðlileg ráðstöfun miðað við legu Vestmannaeyja. Þá er einnig lagt til að vaktsvæði dýralæknis Árnessýslu nái yfir Vestmannaeyjabæ.