Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 467. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1419  —  467. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



        Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „siglinga- og hafnavernd“ í fyrri tölulið b-liðar (13. tölul.) komi: siglingavernd.
                  b.      Við síðari tölulið b-liðar (14. tölul.) bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þeim sem þess óska skal gefinn kostur á að fá sendar tilkynningar frá Siglingastofnun þegar birtir eru nýir samningar, kóðar eða viðaukar eða þeim breytt á heimasíðunni.
                  c.      2. tölul. fyrri efnismálsgreinar c-liðar orðist svo: Með sölu á sérhæfðri þjónustu á starfssviði stofnunarinnar, þ.m.t. útgáfu starfsleyfa og atvinnuskírteina og veitingu undanþágna til starfa á skipum.
                  d.      Síðari efnismálsgrein c-liðar orðist svo:
                     Gjöld skv. 1.–3. tölul. 5. mgr. skulu ákvörðuð í gjaldskrá sem ráðherra staðfestir og birt er í B-deild Stjórnartíðinda. Gjaldskrá skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal gjaldtaka ekki vera meiri en nemur þeim kostnaði. Kostnaður við starfrækslu Siglingastofnunar Íslands greiðist að öðru leyti af framlögum sem ákvörðuð eru í fjárlögum.