Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 683. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1463  —  683. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elmar H. Hallgrímsson frá fjármálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að framlengd verði tímabundin heimild til að lækka vörugjald af svokölluðum tvíorkubifreiðum, þ.e. bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða rafmagn að verulegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Einar Már Sigurðarson og Ögmundur Jónasson skrifa undir álit þetta með fyrirvara og áskilja sér rétt til að leggja fram og styðja breytingartillögur við málið.
    Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.
    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. apríl 2004.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Gunnar Birgisson.


Dagný Jónsdóttir.



Birgir Ármannsson.


Össur Skarphéðinsson,


með fyrirvara.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.



Einar Már Sigurðarson,


með fyrirvara.


Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.









Prentað upp.