Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 876. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1540  —  876. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristínu Lindu Árnadóttur frá umhverfisráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lögð til hækkun umsýsluþóknunar á umbúðir úr ólituðu plastefni.
    Endurvinnslan hefur það hlutverk að taka við umbúðum til endurvinnslu og hefur einkarétt á þeirri starfsemi sem fellur undir lögin. Hækkunin er lögð til að beiðni fyrirtækisins til að tryggja rekstrargrundvöll þess. Í gögnum sem nefndin kallaði eftir vegna frumvarpsins kemur fram að allar umbúðategundir Endurvinnslunnar hafa skilað lítils háttar hagnaði nema ólitað plast þar sem vantar töluvert upp á. Ólitað plast telst frekar auðseljanlegt og nýtist í endurvinnslu og er því umhverfisvænt að því leyti. Hækkunin sem lögð er til er 0,40 kr. á hverja umbúðaeiningu. Lögin byggjast á því að hver gjaldflokkur standi undir sér. Þar sem markaðsaðstæður geta breyst getur þurft að breyta skilagjaldi til að bregðast við því. Atbeina Alþingis er þörf við hækkunina enda telst skilagjaldið vera skattur.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Sigurjón Þórðarson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 27. apríl 2004.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Dagný Jónsdóttir.



Kolbrún Halldórsdóttir.


Guðlaugur Þór Þórðarson.


Mörður Árnason.



Guðmundur Hallvarðsson.


Brynja Magnúsdóttir.


Guðjón Hjörleifsson.