Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 464. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1582  —  464. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 1. gr. C-liður a-liðar orðist svo: Lítil vél- eða rafknúin ökutæki, sem hönnuð eru til aksturs á hraða frá 8 km og upp í 15 km á klst. Undir þessa skilgreiningu fellur m.a. vélknúið hlaupahjól sem búið er stigbretti, er á hjólum og með stöng að framan sem á er stýri. Slíkum farartækjum má ekki aka á akbraut.
     2.      Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í efnismgr. 3. gr., b-lið 4. gr., 7. efnismgr. 5. gr. og a-lið 9. gr. komi: ráðherra.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðsins „loftpúða“ í 3. efnismgr. komi: öryggispúða.
     4.      Við 6. gr. Á undan orðinu „hlífðarhjálm“ komi: viðurkenndan.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1.000 milligrömm“ í a-lið komi: 1,00 milligramm.
                  b.      Lokamálsliður b-liðar falli brott.
     6.      Við bætist ný grein er verði 9. gr. og orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 106. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: ríkislögreglustjóri.
                  b.      Orðin „en áður skal leitað umsagnar viðkomandi lögreglustjóra“ í 2. mgr. falla brott.
                  c.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Heimilt er að skjóta synjun ríkislögreglustjóra á endurveitingu ökuréttar til ráðherra með kæru. Um málsmeðferðina fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Ráðherra getur í reglugerð sett nánari reglur um endurveitingu ökuréttar.
     7.      Við 10. gr. er verði 11. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „skv. 1. mgr. 108. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: skv. a–f-lið 1. mgr. 108. gr.
                  b.      Á eftir 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Gjald vegna vanrækslu á skoðun skv. g-lið 1. mgr. 108. gr. hvílir á eiganda eða umráðamanni ökutækis.
                  c.      3.–5. málsl. 1. mgr. verða 2. mgr.
                  d.      Í stað tilvísunarinnar „2. mgr.“ í 3. mgr. komi: 3. mgr.
     8.      Við bætist ný grein er verði 12. gr. og orðist svo:
             Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun ráðsins 2002/24/EB, IV. viðauka, og til innleiðingar á tilskipun 2003/20/EB.
     9.      Við 11. gr. er verði 13. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi að undanskilinni 9. gr. sem öðlast gildi 1. september 2004.


Prentað upp.