Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 948. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1584  —  948. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Vilborgu Hauksdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Hildi Sverrisdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins.
    Með frumvarpinu er lagt til að ákvæði Norðurlandasamnings um almannatryggingar sem gerður var í Karlskrona 18. ágúst 2003 verði lögfest hér á landi en hann kemur í stað Norðurlandasamnings sama efnis frá 15. júní 1992, sbr. lög nr. 46/1993. Lagt er til að þau lög falli úr gildi við samþykkt frumvarpsins.
    Leitað hefur verið heimildar Alþingis til að staðfesta samninginn og er tillaga þess efnis til umfjöllunar á Alþingi (þskj. 1452, 949. mál).
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 5. maí 2004.Jónína Bjartmarz,


form., frsm.


Drífa Hjartardóttir.


Pétur H. Blöndal.Ágúst Ólafur Ágústsson.


Þuríður Backman.


Dagný Jónsdóttir.