Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1638  —  313. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um uppfinningar starfsmanna.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 6. gr. Síðari málsliður 3. mgr. orðist svo: Starfsmaðurinn getur ekki fyrir fram afsalað sér rétti til að sækja um einkaleyfi nema vikið hafi verið frá ákvæðum 3. og 4. gr. með samningi milli atvinnurekanda og starfsmanns sem ráðinn er til að vinna að uppfinningum.
     2.      Við 7. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef starfsmaðurinn er ráðinn til að vinna að uppfinningum má semja um að sanngjarnt endurgjald fyrir uppfinningu felist í ráðningarkjörum starfsmannsins einvörðungu.
     3.      Við 8. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Uppfinning sem 4. gr. tekur til telst hafa orðið til á starfstíma ef sótt er um einkaleyfi fyrir henni innan sex mánaða frá raunverulegum starfslokum nema líkur megi leiða að því að uppfinningin hafi orðið til fyrr.
     4.      Við 9. gr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Lögin taka einungis til uppfinninga sem koma fram eftir gildistöku laganna. Ófrávíkjanleg ákvæði laganna skulu gilda gagnvart samningum sem gerðir eru fyrir gildistöku laganna um uppfinningar sem koma fram eftir gildistöku þeirra, sbr. þó sérákvæði um ráðningu starfsmanna til að vinna að uppfinningum.