Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 751. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1642  —  751. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum (evrópski einkaleyfasamningurinn o.fl.).

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 2. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður 1. efnismgr. orðist svo: Einkaleyfastofan ákvarðar umsóknardag umsóknar þegar.
                  b.      1. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: telja má af umsóknargögnum að umsóknin sé um einkaleyfi.
                  c.      Inngangsmálsliður 3. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: a.m.k. eitt eftirtalinna atriða er í umsóknargögnum.
                  d.      A-liður 3. tölul. 1. efnismgr. orðist svo: lýsing uppfinningar.
                  e.      Í stað orðsins „veitingu“ í 2. og 3. efnismgr. komi: ákvörðun.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðanna „kröfum einkaleyfis“ 1. mgr. a-liðar (40. gr. a) komi: einkaleyfiskröfum.
     3.      Við 8. gr. Efnismálsgrein d-liðar orðist svo:
             Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga við um yfirfærslu alþjóðlegrar einkaleyfisumsóknar skv. 31. gr. Ákvæðin eiga einnig við um slíkar umsóknir þegar umsækjandi hefur glatað rétti af þeirri ástæðu að frestir hafa ekki verið virtir gagnvart viðtökuyfirvöldum, yfirvöldum sem framkvæma alþjóðlega nýnæmisrannsókn eða forathugun á einkaleyfishæfi eða Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO).
     4.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „er viðtökuaðili umsóknar“ í 3. mgr. a-liðar (75. gr.) komi: tekur við umsóknum.
                  b.      1. mgr. c-liðar (77. gr.) orðist svo:
                     Evrópskt einkaleyfi öðlast aðeins gildi hér á landi ef umsækjandi, innan tilskilins frests samkvæmt reglugerð frá þeim degi sem Evrópska einkaleyfastofan hefur birt tilkynningu um veitingu einkaleyfis eða tekið ákvörðun um að staðfesta einkaleyfið í breyttri útgáfu, uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
                      1.      leggur inn hjá Einkaleyfastofunni íslenska þýðingu á einkaleyfiskröfum ásamt íslenskri eða enskri þýðingu á öðrum hlutum einkaleyfisins hafi evrópskt einkaleyfi verið veitt eða staðfest í breyttri útgáfu á þýsku eða frönsku,
                      2.      greiðir Einkaleyfastofunni tilskilið gjald fyrir útgáfu.
                  c.      1. málsl. 2. mgr. c-liðar (77. gr.) orðist svo: Einkaleyfisgögn, hvort sem þau liggja fyrir í rafrænu formi eða á pappír, eru öllum aðgengileg.
                  d.      Í stað orðsins „tilkynnt“ í 1. mgr. g-liðar (81. gr.) komi: birt tilkynningu um.
                  e.      Í stað orðanna „Frá því að umsókn fær umsóknardag hjá Evrópsku einkaleyfastofunni hefur hún“ í 1. mgr. h-liðar (82. gr.) komi: Frá því að Evrópska einkaleyfastofan ákvarðar umsóknardag hefur umsókn.
                  f.      Í stað orðanna „kröfum umsóknar eins og hún var birt“ í 1. mgr. i-liðar (83. gr.) komi: umsóknarkröfum eins og þær voru birtar.
                  g.      Í stað orðanna „kröfum umsóknar“ í 2. mgr. i-liðar (83. gr.) komi: umsóknarkröfum.
                  h.      Í stað orðanna „umsóknin hefur ekki verið“ í 1. mgr. o-liðar (88. gr.) komi: hún var ekki.
                  i.      P-liður (89. gr.) orðist svo:
                     Ákvæði 9., breyttrar 60. og 131. gr. evrópska einkaleyfasamningsins, svo og ákvæði bókunar með samningnum um lögsögu og viðurkenningu dómsúrskurða varðandi rétt til að fá veitt evrópskt einkaleyfi (bókun um viðurkenningu), skulu hafa lagagildi hér á landi. Ákvæðin skulu fylgja lögunum og teljast hluti þeirra.
                  j.      Q-liður (89. gr. a) orðist svo:
                     Ákvæði laga þessara er lúta að varðveislu líffræðilegs efnis eiga ekki við um evrópskt einkaleyfi.
     5.      Á eftir 9. gr. kemur ný grein svohljóðandi:
             Við lögin bætast tvö ný fylgiskjöl, svohljóðandi:
                  a.      (I.)

ÁKVÆÐI 9., 60. OG 131. GR. EVRÓPSKA EINKALEYFASAMNINGSINS



9. gr.
Ábyrgð.

             Um samningsbundna ábyrgð Evrópsku einkaleyfastofnunarinnar skulu þau lög gilda sem við eiga um hlutaðeigandi samning.
             Um ábyrgð stofnunarinnar utan samninga vegna tjóns sem hún veldur eða starfsmenn Evrópsku einkaleyfastofunnar í starfi sínu gilda ákvæði laga sambandslýðveldisins Þýskalands. Ef útibúið í Haag eða undirskrifstofa eða starfsmenn þar valda tjóni gilda ákvæði laga þess samningsríkis þar sem útibúið eða undirskrifstofan hefur aðsetur.
             Kveða skal á um persónulega ábyrgð starfsmanna Evrópsku einkaleyfastofunnar gagnvart stofnuninni í starfsreglum þeirra eða ráðningarskilmálum.
             Þeir dómstólar, sem fara með lögsögu til að leysa úr deilum skv. 1. og 2. mgr., eru:
              a.      að því er varðar deilur skv. 1. mgr., valdbærir dómstólar í sambandslýðveldinu Þýskalandi nema kveðið sé á um dómstóla annars ríkis í samningi milli aðilanna;
              b.      að því er varðar deilur skv. 2. mgr., annaðhvort valdbærir dómstólar í sambandslýðveldinu Þýskalandi eða valdbærir dómstólar í ríkinu þar sem útibúið eða undirskrifstofan hefur aðsetur.

60. gr.
Réttur til evrópsks einkaleyfis.

             Rétt til evrópsks einkaleyfis á uppfinningamaðurinn eða sá sem hefur öðlast rétt hans. Ef uppfinningamaðurinn er launþegi ákvarðast rétturinn til evrópsks einkaleyfis af lögum ríkisins þar sem launþeginn starfar aðallega en ef ekki er unnt að ákvarða í hvaða ríki launþeginn starfar aðallega skal beita lögum ríkisins þar sem atvinnurekandinn hefur starfsstöð sem launþeginn tengist.
             Hafi tveir eða fleiri einstaklingar komið fram með uppfinningu, óháðir hvor eða hver öðrum, skal sá eiga rétt til evrópsks einkaleyfis sem fyrst sækir um hann, að því gefnu að fyrsta umsókn hafi verið birt.
             Í máli hjá Evrópsku einkaleyfastofunni skal litið svo á að umsækjanda sé heimilt að fara með réttinn til evrópsks einkaleyfis.

131. gr.
Samstarf um framkvæmd og löggjöf.

             Sé eigi kveðið á um annað í samningi þessum eða landslögum skulu Evrópska einkaleyfastofan og dómstólar eða yfirvöld í samningsríkjunum aðstoða hvert annað, þegar um er beðið, með upplýsingaskiptum eða með því að heimila skoðun gagna. Skilyrði, sem sett eru í 128. gr., gilda ekki um skoðunina þegar Evrópska einkaleyfastofan heimilar dómstólum, embættum saksóknara eða aðalhugverkastofum að skoða gögn.
             Þegar dómstólar eða önnur valdbær yfirvöld í samningsríkjunum taka við bréflegum beiðnum um skýrslutöku frá Evrópsku einkaleyfastofunni skulu þau leita nauðsynlegra upplýsinga eða gera aðrar lagalegar ráðstafanir fyrir Evrópsku einkaleyfastofuna að svo miklu leyti sem þau fara með lögsögu.

                  b.      (II.)

BÓKUN UM LÖGSÖGU
OG UM VIÐURKENNINGU DÓMSÚRSKURÐA
VARÐANDI RÉTT TIL AÐ FÁ VEITT EVRÓPSKT EINKALEYFI
(BÓKUN UM VIÐURKENNINGU)


I. KAFLI
Lögsaga.
1. gr.

             Dómstólar samningsríkja skulu, í samræmi við 2.–6. gr., hafa lögsögu til að skera úr um kröfur gegn umsækjanda þar sem tilkall er gert til réttar til að fá veitt evrópskt einkaleyfi gagnvart einu eða fleirum þeirra samningsríkja sem tilnefnd eru í umsókninni.
             Í bókun þessari nær hugtakið dómstólar yfir þau yfirvöld sem að landslögum í samningsríki hafa lögsögu til að skera úr um kröfur þær er um getur í 1. mgr. Hverju samningsríki ber að tilkynna Evrópsku einkaleyfastofunni hver þau yfirvöld eru sem slík lögsaga er veitt og ber Evrópsku einkaleyfastofunni að veita öðrum samningsríkjum upplýsingar þar um.
             Í bókun þessari á hugtakið samningsríki við hvert það samningsríki sem ekki hefur beitt 167. gr. samningsins til að útiloka að bókunin eigi við.

2. gr.

             Nú hefur umsækjandi um evrópskt einkaleyfi aðsetur eða aðalstarfsstöð í einu samningsríkjanna og skal þá, með fyrirvara um 4. og 5. gr., mál gegn honum rekið fyrir dómstólum þess samningsríkis.

3. gr.

             Nú hefur umsækjandi um evrópskt einkaleyfi aðsetur eða aðalstarfsstöð utan samningsríkjanna, en aðilinn, sem gerir tilkall til réttar til að fá veitt evrópskt einkaleyfi, hefur aðsetur eða aðalstarfsstöð í einu samningsríkjanna, og skulu þá, með fyrirvara um 4. og 5. gr., dómstólar þess ríkis einir hafa lögsögu.

4. gr.

             Nú er sótt um evrópskt einkaleyfi á grundvelli uppfinningar sem launþegi hefur gert og skulu þá, með fyrirvara um 5. gr., dómstólar þess samningsríkis, þar sem landslög ákvarða réttinn til evrópsks einkaleyfis skv. 2. málsl. 1. mgr. 60. gr. samningsins, ef þeim er til að dreifa, einir hafa lögsögu í dómsmálum milli launþegans og atvinnurekanda hans.

5. gr.

             Nú hafa málsaðilar í deilu um réttinn til að fá veitt evrópskt einkaleyfi gert með sérsamning, annaðhvort skriflega eða munnlega með skriflegri staðfestingu þess efnis að dómstóll eða dómstólar í tilteknu samningsríki eigi að skera úr þess háttar deilu og skal þá dómstóll eða dómstólar þess ríkis einir hafa lögsögu.
             Séu málsaðilar launþegi og atvinnurekandi hans gildir 1. mgr. þó því aðeins að slíkur samningur sé heimill að landslögum þeim sem gilda um starfssamninginn þeirra á milli.

6. gr.

             Í þeim málum sem hvorki falla undir ákvæði 2.–4. gr. né 1. mgr. 5. gr. hafa dómstólar sambandslýðveldisins Þýskalands einir lögsögu.

7. gr.

             Þegar kröfur þær sem um getur í 1. gr. eru bornar upp fyrir dómstól í samningsríki skal hann að eigin frumkvæði úrskurða hvort honum beri lögsaga skv. 2.–6. gr. eða ekki.

8. gr.

             Fari svo að mál sé höfðað á grundvelli sömu kröfu og milli sömu málsaðila fyrir dómstólum í fleiri en einu samningsríki ber dómstóli, þar sem málið er síðar upp borið, að eigin frumkvæði að afsala sér lögsögu til þess dómstóls þar sem það var borið upp fyrr.
             Fari svo að brigður séu bornar á lögsögu dómstólsins, þar sem málið var fyrr upp borið, ber dómstólnum, þar sem það var borið upp síðar, að fresta málsmeðferð þar til fyrri dómstóllinn kveður upp fullnaðarúrskurð.

II. KAFLI
Viðurkenning.
9. gr.

             Nú hefur verið kveðinn upp í einhverju samningsríki fullnaðarúrskurður um réttinn til að fá veitt evrópskt einkaleyfi gagnvart einu eða fleirum þeirra samningsríkja sem tilnefnd eru í umsókninni um evrópskt einkaleyfi og skal þá, með fyrirvara um 2. mgr. 11. gr., viðurkenna þann úrskurð án þess að til þurfi að koma nokkur sérstök málsmeðferð í öðrum samningsríkjum.
             Málskot er óheimilt um réttmæti úrskurðar, sem viðurkenna ber, og lögsögu dómstólsins sem kvað hann upp.

10. gr.

             1. mgr. 9. gr. á ekki við ef:
              a.      umsækjandi um evrópskt einkaleyfi, sem hefur ekki haft uppi mótmæli gegn kröfu, sýnir fram á að málsskjalið, sem réttarhöldin voru hafin með, hafi ekki verið kynnt honum eins og vera ber og í tæka tíð fyrir hann til að hafa uppi varnir; eða
              b.      umsækjandi sýnir fram á að úrskurðurinn fari í bága við annan úrskurð, kveðinn upp í samningsríki í máli milli sömu málsaðila, og hafi þau málaferli hafist fyrr en hin þar sem úrskurðurinn, sem ber að viðurkenna, var kveðinn upp.

11. gr.

             Í samskiptum samningsríkja skulu ákvæði bókunar þessarar ganga framar hverjum þeim ákvæðum annarra samninga um lögsögu eða viðurkenningu dómsniðurstaðna sem kunna að vera gagnstæð þeim.
             Bókun þessi skal engu breyta um framkvæmd nokkurra samninga milli samningsríkis og ríkis sem óbundið er af bókuninni.

     6.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og birt er auglýsing um að Ísland hafi gerst aðili að honum“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: og ráðherra birtir auglýsingu um að samningurinn hafi öðlast gildi gagnvart Íslandi; og í stað orðanna „og birt er auglýsing um að Ísland hafi gerst aðili að breytingunum“ í 3. málsl. sömu málsgreinar komi: og ráðherra birtir auglýsingu um að breytingarnar hafi öðlast gildi gagnvart Íslandi.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Ef annað er ekki tiltekið í 3. mgr. gilda lög þessi um einkaleyfisumsóknir þar sem umsóknardagur hefur verið ákvarðaður fyrir gildistöku laga þessara, sem og einkaleyfi sem veitt voru fyrir gildistöku laga þessara.
     7.      Fylgiskjöl I og II falli brott.