Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 868. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1656  —  868. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Frá allsherjarnefnd.     1.      Við 1. gr.
                  a.      Orðin „undir vernd Alþingis“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Lokamálsgrein orðist svo:
                      Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.
     2.      2. mgr. 2. gr. orðist svo:
                 Alþingi skal í upphafi hvers þings kjósa sjö alþingismenn í Þingvallanefnd og jafnmarga til vara. Umboð þeirra varir þangað til ný nefnd hefur verið kjörin. Forsætisráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna en nefndin skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum.
     3.      Við bætist ný grein sem verði 4. gr. og orðist svo:
                 Innan þjóðgarðsins er óheimilt að gera nokkuð það sem getur spillt eða mengað vatn þar, bæði vatn á yfirborði og grunnvatn.
             Vernda skal lífríki Þingvallavatns og gæta þess að raska ekki búsvæðum og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna sem nú lifa í vatninu.
             Þingvallanefnd er heimilt að setja sérstakar reglur til að framfylgja þessum ákvæðum um vatnsvernd innan þjóðgarðsins.
     4.      Við ákvæði til bráðabirgða bætist svohljóðandi málsliður: Þrátt fyrir ákvæði 10. gr. skal 2. mgr. 2. gr. ekki öðlast gildi fyrr en eftir næstu alþingiskosningar.