Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 740. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1691  —  740. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á raforkulögum, nr. 65/2003.

Frá iðnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Orðin „þó ekki lengra en að mörkum þéttbýlis“ í a-lið falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „9. tölul. fellur brott“ í b-lið komi: 8. og 9. tölul. falla brott.
                  c.      Í stað orðanna „og nýtir árlega forgangsorku í“ í c-lið komi: með árlegum nýtingartíma.
                  d.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við bætist nýr töluliður, 17. tölul., svohljóðandi: Tekjumörk: Hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði.
     2.      Við 2. gr. bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Eigendur virkjana með uppsett afl 30–1.000 kW skulu skila Orkustofnun tæknilegum upplýsingum um virkjun. Einnig er skylt að tilkynna Orkustofnun árlega um heildarraforkuvinnslu raforkuvera með uppsettu afli yfir 100 kW.
     3.      Við 3. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samningur við flutningsfyrirtækið eða dreifiveitu á því dreifiveitusvæði sem virkjunin er á skal liggja fyrir þegar sótt er um virkjunarleyfi.
     4.      Við 5. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: 9. mgr. orðast svo:
                 Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hlutverk og starfsemi flutningsfyrirtækisins, kerfisstjórnun, notkunarferla og tengingu virkjana við flutningskerfið.
     5.      Við bætist ný grein er verði 7. gr. og orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
                  a.      1. mgr. fellur brott.
                  b.      Í stað orðanna „1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 2. mgr.
     6.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðsins „orkutöp“ í 1. tölul. 2. efnismgr. komi: orkutap.
                  b.      3. málsl. 4. efnismgr. orðist svo: Gjaldskrá fyrir úttekt dreifiveitna frá flutningskerfi á afhendingarstöðum, sbr. 6. tölul. 3. gr., skal miðast við að raforka sé afhent á 66 kV spennu.
                  c.      Í stað orðsins „gjald“ í 1. málsl. 5. efnismgr. komi: gjaldskrá.
                  d.      Í stað orðanna „Heimilt er að krefjast“ og „er heimilt að“ í 8. efnismgr. komi: Krefjast skal, og: skal.
                  e.      Við 10. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal í reglugerð kveða á um með hvaða hætti tekið er tillit til almennra verðbreytinga.
     7.      Við 9. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „flutningskerfið“ í 1. tölul. 2. efnismgr. komi: kostnaði við orkutap.
                  b.      Í stað orðanna „auk nánari skilgreiningar dreifbýlis“ í 9. efnismgr. komi: auk notkunarferla og nánari skilgreiningar dreifbýlis.
                  c.      Við 9. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal í reglugerð kveða á um með hvaða hætti tekið er tillit til almennra verðbreytinga.
     8.      Á eftir 9. gr. komi þrjár nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (11. gr.)
                      Við 1. mgr. 28. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Orkustofnun skal hafa umsjón með framkvæmd þessa ákvæðis, sbr. einnig 24. gr.
                  b.      (12. gr.)
                      Í stað orðanna „á fjögurra ára fresti“ í 39. gr. laganna kemur: á tveggja ára fresti.
                  c.      (13. gr.)
                      Á eftir 42. gr. laganna kemur ný grein sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Aðfararheimild o.fl.


                      Gjöld fyrir raforku, flutning og dreifingu, sem innheimt eru í samræmi við gjaldskrár sem fengið hafa meðferð samkvæmt lögum þessum, eru aðfararhæf án dóms eða sáttar skv. 10. tölul. 1. mgr. 1. gr. aðfararlaga, nr. 90/1989. Heimilt er að stöðva afhendingu raforku ef ekki er staðið í skilum með greiðslu þessara gjalda.
     9.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „í gildi eru við gildistöku laga þessara“ í 1. málsl. komi: giltu 7. apríl 2003.
                  b.      Í stað lokamálsliðar komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Á þessu tímabili skal sama gjaldskrá gilda á starfssvæði hverrar dreifiveitu. Ekki er á tímabilinu heimilt að veita leyfi fyrir dreifbýlisgjaldskrám.
     10.      Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum:
                  a.      Á undan orðinu „stuðla“ í 2. málsl. kemur: fylgjast með og.
                  b.      Í stað orðsins „sjö“ í 3. málsl. kemur: tíu.
                  c.      Á eftir 3. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þrír skulu kosnir af Alþingi.
     11.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „tilheyra Landsvirkjun við gildistöku laga þessara“ í 2. efnismgr. a- liðar komi: tilheyrðu Landsvirkjun 7. apríl 2003.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, b-liður, svohljóðandi: Í stað orðsins „orkutöp“ í 2. málsl. 6. mgr. kemur: orkutap.
     12.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. a-liðar komi: sex.
                  b.      Lokamálsliður a-liðar orðist svo: Þó skal hækkun arðsemisviðmiðunar ekki valda meiri hækkun tekjumarka en næst með hagræðingarkröfu.
                  c.      Í stað orðanna „að teknu tilliti til framreiknaðra afskrifta“ í 2. málsl. 1. mgr. c-liðar komi: að frádregnum framreiknuðum afskriftum.
                  d.      Við 2. málsl. 1. mgr. c-liðar bætist: svo sem sérstakra framlaga sem veitt hafa verið úr opinberum sjóðum til fjárfestingar í uppbyggingu raforkukerfisins.
                  e.      Orðin „til loka ársins 2011“ í d-lið falli brott.
                  f.      1. málsl. e-liðar orðist svo: Ráðherra skal skipa nefnd fulltrúa hagsmunaaðila og þingflokka sem falin skal endurskoðun laga þessara.
     13.      Í stað orðsins „Írafoss“ í 53. tölul. 13. gr. komi: Ljósifoss.