Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1713  —  463. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um lögmenn, nr. 77 15. júní 1998, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 4. gr.
                  a.      B-liður falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „skilyrðum 5. og 6. tölul.“ í efnismálsgrein c-liðar komi: skilyrði 5. tölul.
     2.      Við 5. gr. Í stað 1. og 2. málsl. b-liðar komi nýr málsliður, svohljóðandi: Prófraun til öflunar lögmannsréttinda skal bæði vera bókleg og verkleg og ná til þeirra greina bóknáms og verkmenntunar sem helst varða rækslu lögmannsstarfa, þar á meðal siðareglna lögmanna.
     3.      Í stað orðanna „40 mál“ í 3. tölul. a-liðar 6. gr. komi: 30 mál.
     4.      1. málsl. 4. efnismgr. 7. gr. falli brott.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      Við lokamálslið 2. efnismgr. bætist: enda hafi hún verið verulega yfirgripsmikil og leiði í ljós misfellur í starfi.
                  b.      Orðin „sbr. þó 4. mgr.“ í 3. efnismgr. falli brott.
                  c.      4. efnismgr. falli brott.
     6.      Í stað orðanna „5. mgr.“ í 1. efnismgr. 11. gr. komi: 4. mgr.
     7.      2. efnismálsl. a-liðar 18. gr. falli brott.
     8.      Við 20. gr. bætist þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Skipað skal í fyrsta sinn í prófnefnd skv. 1. mgr. 7. gr. laganna þegar skipunartími prófnefndar sem skipuð var samkvæmt eldra ákvæði rennur út.
                  Sá sem hefur við gildistöku laga þessara fengið viðurkenningu prófnefndar á prófmáli til flutnings fyrir Hæstarétti í samræmi við ákvæði 9. gr. laganna skal eiga þess kost að ljúka prófraun samkvæmt eldri reglum fyrir 1. desember 2005, enda hafi umsókn um viðurkenningu prófnefndar á síðara prófmáli borist nefndinni fyrir 10. nóvember 2005.
                 Prófnefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laganna skal starfa til 30. nóvember 2005.








Endurprentað upp.