Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 442. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1733  —  442. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á löggjöf um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar vegna rafrænnar útgáfu ELS- tíðinda.

(Eftir 2. umr., 19. maí.)



Breyting á lögum nr. 46/2001, um hönnun, með síðari breytingum.
1. gr.

    Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
    Heimilt er að gefa ELS-tíðindi út og dreifa þeim á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu.

Breyting á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, með síðari breytingum.
2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
a.      Lokamálsliður orðast svo: Vörumerki skulu birt í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.
b.      Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
                  Heimilt er að gefa ELS-tíðindi út og dreifa þeim á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu.

Breyting á lögum nr. 17/1991, um einkaleyfi, með síðari breytingum.
3. gr.

    Á eftir 69. gr. laganna kemur ný grein, 69. gr. a, sem orðast svo:
    Allar auglýsingar og tilkynningar af hálfu Einkaleyfastofunnar, sem kveðið er á um í lögum þessum og birtar skulu almenningi, eru birtar í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.
    Heimilt er að gefa ELS-tíðindi út og dreifa þeim á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.