Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 878. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1771  —  878. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hluta landbúnaðarnefndar.



    Fyrsti minni hluti fagnar þeim skrefum sem stigin eru með frumvarpi um sameiningu rannsóknastofnana á sviði landbúnaðar. Mikilvægt er að nýta sem best takmarkaða krafta til landbúnaðarrannsókna með markvissri stjórn.
    Fyrsti minni hluti telur hins vegar að skýra framtíðarsýn skorti fyrir rannsóknir í landbúnaði þar sem vísindastarf í þágu landbúnaðar er skilgreint sem hluti hins íslenska vísindasamfélags. Mikilvægt er að draga fram með skýrum hætti hvernig landbúnaðarrannsóknir tengjast rannsóknum móðurgreina í náttúru- og eðlisfræði við Háskóla Íslands eða aðrar vísindastofnanir. Þá er ástæða til að móta afstöðu til þess hvernig landbúnaðarrannsóknir eiga að tengjast skyldum greinum á borð við matvælarannsóknir, manneldisrannsóknir og markaðsrannsóknir.
    Landbúnaðarvísindi eiga í einu og öllu að tilheyra íslensku vísindasamfélagi. Því er óheppilegt að rannsóknastofnanir í landbúnaði hafi ekki stjórnskipulega sömu stöðu og annað vísindastarf í landinu. Það þjónar langtímahagsmunum landbúnaðarvísinda að rannsóknastofnanir í landbúnaði heyri undir menntamálaráðuneyti líkt og flestar aðrar opinberar vísindastofnanir.

Alþingi, 25. maí 2004.



Anna Kristín Gunnarsdóttir,


frsm.


Lúðvík Bergvinsson.


Ásgeir Friðgeirsson.