Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 785. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1800  —  785. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Við 22. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2004 að frátöldu ákvæði til bráðabirgða I sem öðlast gildi nú þegar.
     2.      Við ákvæði til bráðabirgða I. 2. mgr. orðist svo:
             Íbúðalánasjóði er heimilt að hefja útgáfu og sölu íbúðabréfa fyrir 1. júlí 2004 og skal þá við gerð skilmála, útgáfu og sölu bréfanna gætt ákvæða 11., 13. og 15. gr. laga þessara og verða bréfin hluti af heildarútgáfu íbúðabréfa. Þá er Íbúðalánasjóði þegar heimilt að bjóða eigendum húsbréfa og húsnæðisbréfa að skipta á þeim fyrir íbúðabréf. Stjórn Íbúðalánasjóðs ákveður á hvaða kjörum skipti verða boðin og tilkynnir það með hæfilegum fyrirvara.