Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 878. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1843  —  878. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 28. maí.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Orðin „Rannsóknastofnun landbúnaðarins“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands skulu stundaðar rannsóknir í þágu landbúnaðarins á sérstöku rannsóknasviði er hafi aðgreindan fjárhag frá annarri starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands.

2. gr.

    V. kafli laganna, er hefur fyrirsögnina Rannsóknasvið Landbúnaðarháskóla Íslands, verður svohljóðandi:

    a. (29. gr.)
    Við Landbúnaðarháskóla Íslands skal starfrækt sérstakt rannsóknasvið þar sem stundaðar skulu rannsóknir í þágu landbúnaðarins eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og lögum um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999.

    b. (30. gr.)
    Hlutverk rannsóknasviðs Landbúnaðarháskóla Íslands er að afla og miðla þekkingu um fjölþætt hlutverk landbúnaðar sem byggist á íslenskri náttúru og menningararfleifð. Meðal verkefna sviðsins eru rannsóknir er lúta að meðferð, ræktun og nýtingu lands, búfjár og ferskvatnsdýra til framleiðslu matvæla og annarrar atvinnu- og verðmætasköpunar, sem og rannsóknir er lúta að sjálfbærri og fjölþættri landnýtingu og umhverfismótun.

    c. (31. gr.)
    Landbúnaðarháskóli Íslands hefur umráð yfir þeim tilraunastöðvum á sviði landbúnaðar sem áður tilheyrðu Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi.
    Landbúnaðarháskóla Íslands er heimilt, að fengnu samþykki landbúnaðarráðherra, að eiga aðild að og stofna rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í hlutafélagaformi eða félög með takmarkaðri ábyrgð er þrói hugmyndir og hagnýti niðurstöður rannsóknar- og þróunarverkefna sem stofnunin vinnur að hverju sinni.

3. gr.

    Orðin „Eignir búnaðardeildar skulu falla til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins“ í 57. gr. laganna falla brott.

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2005. Við gildistöku laga þessara tekur Landbúnaðarháskóli Íslands við öllum eignum og skuldum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins.

5. gr.

Breytingar á öðrum lögum.


     1.      Í stað orðanna „Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri“ í 1. mgr. 16. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998, kemur: Landbúnaðarháskóla Íslands, sem tilnefnir tvo menn.
     2.      Eftirfarandi breytingar verða á lögum nr. 63/1989, um Hagþjónustu landbúnaðarins:
                  a.      Í stað orðanna „Bændaskólans á Hvanneyri“ í 2. mgr. 1. gr., 1. mgr. 3. gr. og í 11. gr. laganna kemur: Landbúnaðarháskóla Íslands.
                  b.      6. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Að hafa samstarf við Landbúnaðarháskóla Íslands um kennslu í landbúnaðarhagfræði.
     3.      Eftirfarandi breytingar verða á lögum nr. 29/1981, um tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að Stóra-Ármóti:
                  a.      Við 3. gr. laganna bætist: og lögum nr. 57/1999, um búnaðarfræðslu, ásamt síðari breytingum.
                  b.      Í stað orðanna „Rannsóknastofnun landbúnaðarins“ og „Rannsóknastofnunar landbúnaðarins“ í 5. gr. laganna kemur: Landbúnaðarháskóla Íslands.
                  c.      Í stað orðanna „forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins“ í 6. gr. laganna kemur: einn maður tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands.
                  d.      Heiti laganna verður: Lög um tilraunastöð Búnaðarsambands Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands að Stóra-Ármóti.