Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1011. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1899  —  1011. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, samkeppnislögum, nr. 8/1993, o.fl.

(Eftir 2. umr., 21. júlí.)



1. gr.

    2. mgr. 6. gr. útvarpslaga, nr. 53/2000, orðast svo:
    Menntamálaráðherra skipar þrjá menn í útvarpsréttarnefnd til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar en einn skipar ráðherra án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt og skal varamaður formanns jafnframt vera varaformaður nefndarinnar. Nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Nefndinni er heimilt að kalla sér til ráðgjafar og aðstoðar sérfróða aðila eftir því sem hún telur þörf á.

2. gr.

    Lög nr. 48/2004, um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, og samkeppnislögum, nr. 8/1993, falla brott.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.