Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 37. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 37  —  37. mál.
Frumvarp til stjórnarskipunarlagaum breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Flm.: Kristján L. Möller, Ágúst Ólafur Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir


Anna Kristín Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson.1. gr.

    Í stað orðanna „eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram“ í 1. mgr. 33. gr. stjórnarskrárinnar kemur: verða 18 ára og eldri á kosningaári.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í frumvarpinu er lagt til að breytt verði ákvæði stjórnarskrárinnar um kosningaaldur, þ.e. þann aldur sem einstaklingar verða að hafa náð til að fá kosningarrétt. Lagt er til að í stað þess að krafist sé í lögum að kjósandi hafi náð 18 ára aldri á kosningadegi verði miðað við almanaksárið. Þannig fái þeir kosningarrétt sem ná 18 ára aldri á því almanaksári sem kosning fer fram. Kosningaár er þá það almanaksár sem efnt er til kosninga á og rétt til kosninga á því ári hafa allir þeir sem ná eða hafa náð 18 ára aldri það ár.
    Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi. Þar sem í frumvarpinu er gerð tillaga um breytingu á stjórnarskránni skal fara eftir ákvæði 1. mgr. 79. gr. hennar um þingrof verði frumvarpið samþykkt. Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta eftir þingrof og kosningar verður að breyta ákvæðum kosningalaga til samræmis við efni frumvarpsins. Tillögur að breytingum á ákvæðum laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, og ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, eru birtar með frumvarpinu sem fylgiskjal.
    Flutningsmenn vonast til að frumvarpið fái ítarlega meðferð á þinginu.


Prentað upp.
Fylgiskjal.


Drög að lagabreytingum.Breyting á lögum um kosningar til Alþingis,
nr. 24/2000, með síðari breytingu.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram“ í 1. mgr. kemur: verður 18 ára eða eldri á kosningaári.
     b.      Í stað orðanna „náð hefur 18 ára aldri“ í 2. mgr. kemur: verður 18 ára eða eldri á kosningaári.

Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna,
nr. 5/1998, með síðari breytingum.

    Í stað orðanna „náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: verður 18 ára eða eldri á kosningaári.