Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 91. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 91  —  91. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um fíkniefni.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu mikið var gert upptækt af fíkniefnum eftir tegundum árin 2002, 2003 og það sem af er árinu 2004 og hvert er götuverðmæti þeirra?
     2.      Hve mikið var gert upptækt af fjármagni og öðrum verðmætum í tengslum við upptöku fíkniefna á þessum árum og hvert renna þau verðmæti?
     3.      Hversu mikið af þeim fíkniefnum sem eru í umferð hér á landi er talið nást og hvernig er samanburðurinn við önnur lönd?
     4.      Hve margar líkamsárásir og önnur ofbeldisverk má rekja beint til fíkniefnaneyslu?
     5.      Hve margir hafa hlotið dóma fyrir innflutning eða dreifingu fíkniefna árlega sl. þrjú ár og hversu þunga?
     6.      Hve mikið fé hefur fíkniefnadeild lögreglunnar fengið árlega sl. þrjú ár?
     7.      Lágu fyrir óskir frá lögregluyfirvöldum vegna fjárlagagerðar fyrir árin 2002, 2003 og 2004 um að auka fjármagn til að takast á við fíkniefnavandann? Ef svo er, hverjar voru óskirnar og hvernig var orðið við þeim?



Skriflegt svar óskast.