Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 115. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 115  —  115. mál.
Fyrirspurntil forsætisráðherra um menningarkynningu í Frakklandi.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hve mikil voru útgjöld ríkisins í tengslum við menningarkynningu sem nú stendur yfir í Frakklandi, skipt á forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og aðra sem stóðu undir kostnaði af kynningunni?
     2.      Fyrir hve marga embættismenn, stjórnmálamenn og aðra sem sóttu menningarkynninguna greiddi ríkið og hve mikið var greitt í ferðakostnað og dagpeninga?
     3.      Var gerð kostnaðaráætlun fyrir menningarkynninguna og, ef svo er, hvernig hefur hún staðist?
     4.      Var gert ráð fyrir þessum fjármunum á fjárlögum og þarf að sækja um aukafjárveitingu vegna verkefnisins?
     5.      Voru skoðaðir aðrir kostir á sviði menningar og lista sem skilað gætu því sama til landkynningar og fjölgunar ferðamanna og var gert kostnaðarmat og samanburður í því sambandi?


Skriflegt svar óskast.